Skírnir - 01.01.1952, Page 175
Skírnir
Vísa í Hávamálum og írsk saga
171
1 18. kap. Eyrbyggju segir frá því, að kaupmenn höfðu
veturvist með Þórarni svarta í Mávahlíð. Með þeim var
skozkur maður, sem Nagli er nefndur. Þegar Þorbjörn digri
frá Fróðá vildi gera rannsókn í Mávahlíð og Þórarinn synj-
aði, sló í bardaga með þeim, en þeir voru skildir. Síðar veitti
Þórarinn þeim eftirför, þar sem þeir sátu undir garði einum.
„1 þessu kómu þeir Þórarinn eptir, ok varð Nagli skjótastr;
en er hann sá, at þeir ofruðu vápnunum, glúpnaði hann ok
hljóp umfram ok í fjallit upp ok varð at gjalti.“ Síðar segir
frá því, að Þórarinn vildi ná Nagla, svo að hann hlypi ekki
fyrir björg, og tókst það með naumindum. 1 Máhlíðinga-
visum er vikið að þessu og sagt, að Nagli „réð klokkr í fjall
at stokkva“.
1 Vatnsdæla sögu (26. kap.) segir frá galdrabrögðum Ljót-
ar kerlingar við Ingimundarsonu. Lýsir kerling þar fyrir Þor-
steini, hverju hún ætlaði að koma til vegar: „Hon kvazk hafa
ætlat at snúa þar um landslagi ollu — „en þér œrðizk allir
ok yrðið at gjalti eptir á vegum úti með villidýrum, ok svá
myndi ok gengit hafa, ef þér hefðið mik eigi fyrr sét en ek
yðr.“ “
I Veraldar sögu segir frá því, hversu Daníel ræður draum
Nabogodonosors konungs í Babel: „Annan draum konungs
réð hann til þess, at konungrinn mundi verða at gjalti ok
lifa sem dýr eða fénuðr úti á skógum sjau vetr fyrir sakir
ofmetnaðar síns ok ofstopa.“ (Sjá útg. Jakobs Benediktssonar,
38. bls.) Þessu líkt segir af Neró í sögu Péturs postula: „En
við þetta allt saman, frétt þessa ok vitrun, þá varð hann
(Neró) þegar felmsfullr ok vissi eigi, hvat hann skyldi at
hafask, og hljóp í braut frá ríki sínu ok varð at gjalti; ok
váru þeir menn, er síðast sá til, at dýr rifu hann sundr.“
(Postula s. 200; líka í Tveggja postula sögu Pétrs ok Páls,
Post. 317.)
önnur dæmi: „Lappir vildu banna þeim yfirfor, ok tóksk
þar bardagi; ok sá kraptr ok fjolkynngi fylgði þeim Nór, at
óvinir þeira urðu at gjalti, þegar þeir heyrðu heróp ok sá
vápnum brugðit, ok Ipgðu Lappir á flótta“ (Fas.1 II 18).