Skírnir - 01.01.1952, Page 176
172
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
„Stundum œpti hon (margýgrin) svá hátt, at margir urðu at
gjalti ok hurfu fyrir þat aptr“ (Flat.1 II 25). „Urðu gpngu-
menn næsta at gjalti“ (Gísla s., 28. kap.).
Þessi dæmi, sem tekin eru eftir orðabókum, nægja til að
sýna merkingu orðatiltækisins. Orðið er jafnan haft um
felmtur, skelk, sem grípur menn, einkum þegar von er vopna-
skipta; flest dæmi sýna, að sá skelkur rekur menn á skyndi-
legan flótta. Ef ekkert fylgir meira, má kalla þetta hina laus-
legri notkun orðatiltækisins. En eiginleg merking þess er, að
skelkurinn er æði, sem torvelt er að losna við síðan, svo sem
var um Nagla; þetta æði má vel endast mörg ár; lifir þá
sá, sem að gjalti varð, í þessu ástandi með villidýrum á skóg-
um og eyðimörkum. Og þegar norrænir þýðendur koma að
lýsingu Daníelsbókar á æði Nabogodonosors og frásögn helgi-
sögunnar á afdrifmn Nerós, þykir þeim bezt hæfa að segja,
að þessir menn hafi orðið að gjalti.1)
IV.
Fyrrum reyndu menn að skýra orðið gjalti á þá leið, að
það væri þágufall af goltr. En þágufall þess orðs er raunar
1) Til gamans mönnum skal bent á, að svipuð atvik eru kunn úr
hernaði á vorum dögum, og hefur fyrirbrigðið verið nefnt á ensku „shell
shock“. William McDougall segir m. a. frá eftirfarandi atviki í bók sinni,
„An Outline of Abnormal Psychology“, 237. bls.: Liðþjálfi, sem barðist
á Gallípólískaga (í fyrra stríði), beygði sig til að taka upp handsprengju,
sem Tyrki hafði varpað að honum, og hugðist endursenda hana. Þegar
hann ætlaði að grípa til sprengjunnar, sprakk hún. Hann særðist hvorki
né missti meðvitund, en opnaði munninn (eflaust til að reka upp óp af
hræðslu), en varð þess þá allt í einu var, að hann gat hvorki lokað
munninum né dregið inn tunguna, sem hann hafði rekið út úr sér. Eftir
nokkra klidikutíma var tungan komin inn í munninn og munnurinn lok-
aður. En hann var algerlega dumbur, hann gat engu hljóði komið upp
og var mállaus um margra mánaða skeið. 1 sömu bók, 258. bls., segir höf.
frá öðrum liðþjálfa, sem var á bifhjóli á vígstöðvum og vissi siðan ekkert
af sér fyrr en nokkrum klukkutímum síðar, en þá var hann kominn á
hjólinu til hafnarborgar, um hundrað mílur frá vígstöðvunum. Hann gat
lengi vel enga grein gert sér fyrir athöfnum sínum, en seinna gat hann
rifjað upp, að sprengja hafði sprungið nærri honum.