Skírnir - 01.01.1952, Side 177
Skírnir
Visa í Hávamálum og írsk saga
173
ævinlega gelti, enda er röksemdaleiðsla þessarar skýringar
heldur en ekki bláþráðótt. Ekki tel ég neina þörf á að fjöl-
yrða meira um hana, því að sýnt hefur verið fram á upp-
runa orðsins, svo að ekki er um að villast og ekki þarf frekari
vitna við. Sophus Bugge (Studier over de nordiske Gude- og
Heltesagns Oprindelse I 390) og Joh. Fritzner (orðabókin)
hafa háðir bent á, að orðið gjalti (þgf.) er dregið af írsku
orði geilt: óður, flt. gealta.
Það er ekki tilviljunin tóm, að Nagli sá, er Eyrbyggja segir
frá, var skozkur maður. Norrænir menn hafa vitað fullvel,
að æði það, sem við var átt með orðatiltækinu „verða at
gjalti“, átti heima í írskri trú og sögnum. Þetta sýnir Kon-
ungsskuggsjá hin norska. Þar segir svo í kaflanum um undur
Irlands: „Þá er enn einn sá hlutr, er undarligr mun þykkja,
um menn þá, er gelt eru kallaðir. En þessi er sok til, ef menn
verða at ‘giellte’ (önnur hdrr. ‘giallti’), at þar sem lið kemr
saman ok skipat með tvennum fylkingum ok œpa hvárir-
tveggja heróp ákafliga, þá kann þat at henda blauða menn
ok œskufulla, þá sem eigi hafa fyrr í her komit, at þeir
láta vit sitt af þeiri ógn ok hræzlu, er þeir fá þar, ok hlaupa
síðan í skóga frá oðrum mpnnum ok fœðask þar sem dýr, ok
svá forðask þeir manna fund sem villidýr. En svá er sagt
frá fólki þessu, ef þat lifir í skógum tuttugu vetr með þess-
um hætti, þá vaxa fjaðrar á líkomum þeira svá sem á fugl-
um, þær er hylja má líkam þeira með fyrir frosti ok kulða,
en engar þær stórfjaðrar, er þeir megi flaug af taka sem
fuglar. En svá er mykill sagðr fljótleikr þeira, at eigi fá
aðrir menn nálgazk fund þeira ok eigi mjóhundar heldr en
menn, því at þat fólk má náliga jafnskjótt fara it ofra í
trjám sem apynjur eða íkornar.“
Það mætti þykja líklegt, að ekki hefði verið alls kostar
fágætt, að menn ærðust, skelkuðust í orustu, eins og Nagli,
og gat það æði þá staðið lengi; hitt er bersýnilegt, að lýsing
Konungsskuggsjár er blandin skröksagnahugmyndum, svo
sem það, að fjaðrir hafi vaxið á þessum mönnum.