Skírnir - 01.01.1952, Qupperneq 178
174
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
V.
Kuno Meyer ritaði 1908 um undur Irlands í Konungs-
skuggsjá (Ériu IV). Hann bendir þar á latnesk rit frá mið-
öldum um þessi sömu efni. Eigi að síður komst hann að
þeirri niðurstöðu, að höfundur Konungsskuggsjár hefði ekki
stuðzt við þvílík rit, heldur farið eingöngu eftir munnmælum.
Hvað sem um þetta er, er þeirra manna, sem urðu að gjalti,
ekki getið í þessum miðaldaritmn, og er því þessi frásögn
Konungsskuggsjár sjálfsagt eftir munnmælum, ef til vill eftir
sögn kaupmanna. En þó að þessara óðu manna sé ekki getið
í ritgerðum um undur frlands, þá segir Kuno Meyer (12.
bls.), að þeir séu alþekktir í írskum heimildum.
Fullyrða má, að langfrægastur þeirra hefur verið Suibne
geilt, Suibne hinn óði, og er af honum alkunn saga og mörg
kvæði eignuð honum. Svo mjög ber hann höfuð og herðar
yfir aðra írska menn, sem urðu fyrir þessum ósköpum, að
því hefur raunar verið haldið fram, að sögnin um hann sé
gagngjört fyrirmynd annarra sagna um þetta á írlandi eða
þá, að orðið geilt hafi upphaflega verið haft um hann.
f því, sem á eftir fer, styðst ég mjög við ritgerð eftir James
Carney; birtist hún í Éigse, a Journal of Irish Studies, VI,
1950 (‘Suibne geilt’ and ‘The Children of Lir’).
Greinilegasta heimildin um Suibne er frásögn, sem nefnd
er „Buile Suibne“ (æði Suibne), og er hún talin frá 12. öld.
Sá hluti sögunnar, sem máli skiptir hér, er svo að efni til:
Suibne Colmansson var konungur í Dál nAraide, við vatnið
Logh Neagh á Norðaustur-írlandi. Hann var hörmulega
hvatvís. Eitt sinn var guðsmaður nokkur, Rónan1), að marka
grunn kirkju sinnar; það var í fylki Suibne, og heyrði Suibne
klukkuhljóminn. Honum var nú sagt frá Rónani, og reiddist
hann dýrlingnum og ætlaði að reka hann brott úr fylkinu.
Eorann, kona hans, reyndi að halda aftur af honum og greip
í kufl hans, en Suibne lét það ekki aftra sér; hélt hún kufl-
inum, en hann fór klæðlaus til dýrlingsins. Þegar Suibne
kom þangað, var dýrlingurinn að syngja tíðir; þreif þá
1) Mundi ekki þetta geta verið sama nafn og ‘Hronar’? Svo hét tengda-
faðir Vestars á Eyri, að því er Melabók segir.