Skírnir - 01.01.1952, Side 180
176
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
Nokkuð er til af gömlum kvæðum, sem eignuð eru Suibne,
þar á meðal er kvæði eitt í handriti, sem talið er frá 9. öld
(Codex S. Pauli; sumir telja handritið eldra, fáir yngra).
Loks getur Kenneth Jackson þess (Studies in Early Celtic
Nature Poetry, Cambridge 1935, 111. bls.), að í Acaill-
bókinni, handriti frá 9. eða 10. öld, sé þess getið, að um
Suibne gangi miklar sögur og eftir hann séu mörg kvæði.
Af þessu má sjá, að sagnir hafa snemma gengið um æði Suibne
og dvöl hans í eyðiskógum, en ekki veit ég til, að þessar eldri
heimildir geti um atvikin að því, er hann varð óður.
VI.
f fyrrnefndri ritgerð eftir James Carney er reynt að sýna,
að sögnin um Suibne geilt sé runnin frá brezkum sögnum
líks efnis um Lailoken eða Myrddin (þ. e. Merlin). Þar segir
frá spekingi einum, sem ærðist í bardaga, er varð við Aarf-
derydd í Kumbaralandi 574. Hljóp spekingurinn út á skóg
og dvaldist þar í æði sínu með dýrum merkurinnar árum
saman. Sumar heimildir nefna hann Lailoken, og eru um
hann gömul sagnahrot. Segir svo, að hann hafi verið mein-
fús og gefinn fyrir að koma deilum af stað og fyrir hans
sakir hafi orustan orðið. En þegar á vígvöllinn kom, heyrði
hann rödd frá himni, sem ávítaði hann og mælti svo, að hann
skyldi lifa með dýrum merkurinnar. Hann sá einnig mikið
ljós á himni og flokk engla, sem vörpuðu spjótum að honum.
Ærðist hann þá og hljóp út á skóg.
Myrddins er getið á ýmsum stöðum, skáldskapar hans og
spágáfu, en greinilegar eru ekki heimildir rnn hann fyrr en á
12. öld, þegar Galfrið af Monmouth ritar Bretasögur sínar.
Enn meira er þó af honum sagt í kvæði, sem líka er eignað
Galfrið, Vita Merlini, og segir þar meðal annars frá æði hans
í orustunni og lífi hans og ævintýrum í skógum og eyði-
mörkum. Þetta kvæði er á latínu og er mjög sérkennilegt.
Finnst mér alltaf, að í því og sumum írskum kvæðum (sum-
um eignuðum Suibne, öðrum eignuðum einsetumönnum) birt-
ist ný náttúrukennd, frábrugðin þeirri, sem drottnar í grískum
og latneskum ritum. I stað þess að dýrka hið ununarfulla