Skírnir - 01.01.1952, Page 183
Skírnir
H. C. Andersen og Grímur Thomsen
179
af skiptum manna í gylltum salarkynnum eða beinlínis
reynslu Gríms í stjómmálmn og
bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt,
í góðsemi vegur þar hver annan,
en þaðan slapp hann „kalinn á hjarta“, eins og hann kemst
að orði í lok kvæðisins. Miður vingjarnleg gagnrýni á þeim
beinist að þekkingarskorti á frumatriðum. Grími er brugðið
um skeikula kveðandi, H. C. Andersen um óvandað mál og
hæpna stafsetningu.
Frásögnin um sögulegasta fund þeirra Gríms kemur til fs-
lands í Fjallkonunni 20. júní 1887, bls. 67—68. Þar er smá-
grein, — „Andersen ævintýraskáld og Grímur Thomsen“,
undirrituð Spiritus asper. Þetta er þýðing á kafla úr endur-
minningaþáttum um H. C. Andersen, sem Nicolaj Bogh birti
í „Danmarks Illustrerede Kalender" 1887 og heita: „Hvad
H. C. Andersen fortalte. Nogle Meddelelser om hans Forhold
til forskjellige historiske Personer“. Þýðingin í Fjallkonunni
á endursögn Nicolajs Boghs á frásögu H. C. Andersens um
Grím Thomsen er á þessa leið:
„örsted er víst sá maðr, er mér hefir þótt vænst um. Ég
man svo glögt eftir einu sinni, þegar ég hafði verið rifinn
niðr í „Korsaren“; það var miðvikudagr og ég átti að borða
hjá Örsted; ég var mjög hnugginn og gat þess undir borð-
um, enn Örsted tók lítið undir það; það var eins og hann
tæki lítið eftir því sem ég sagði; kona hans þar á móti
vorkendi mér mjög. Ég fór heim og lá alt kveldið mjög illa
á mér. Kl. y2ll var barið að dyrum hjá mér, og var þar
kominn Örsted gamli. Hann hafði svo síðla dags farið hinn
langa veg heiman frá sér í „Stúdíustræti11 (Andersen bjó víst
þá í „Hotel du Nord“). Hann kom inn til mín og sagði: ,Ég
veit ekki hvernig á því stendr, enn konan mín hefir sagt mér,
að það hafi legið svo illa á yðr í dag; ég veitti því svo sem
enga eftirtekt, — ég var að hugsa um eitthvað viðvíkjandi
vísindum mínum. Hún segir, að ég hafi eigi verið nógu alúð-
legr við yðr. Þér vitið þó að mér þykir vænt tnn yðr, og að
ég er sannfærðr um, að þér eigið mikla skáldlega framtíð