Skírnir - 01.01.1952, Page 184
180
Martin Larsen
Skírnir
fyrir höndum; ég er viss um að ég veð ekki reyk í þeirri
ætlun minni, enn heimrinn dregr sig þar á tálar/ Og svo
hældi hann mér svo að ég hughreystist. Hann faðmaði mig,
kysti á enni mér og fór svo brott. Ég var svo hrærðr, að ég
fleygði mér á legubekkinn og grét. Grímr Thomsen, sem bjó
í herbergi við hliðina, kom inn og spurði mig hvað um væri
að vera; ég sagði honum upp alla sögu, enn hann viknaði og
mælti: ,1 kveld ætla ég að heita yðr einu, ég skal aldrei bera
pennann að blaði til þess að rita neitt á móti yðr.‘
3. apr. 1855 ritar Andersen í bréfi til Henriette Wulff:
,Ég hafði annars mikið gleðiefni í fyrra dag; ég fékk síðasta
heftið af mánaðarriti Steenstrups, sem er nýkomið út, og þar
í er fyrsti ritdómr í Danmörku er viörkennir aS ég sé skáld;
það er grein um rit min, vel rituð og smekklega með þekkingu
og mannúðleik. Öllum, sem hana hafa lesið, fellr hún mæta
vel í geð .... Greinin er eftir Grím Thomsen. 1 henni er
farið með mig eins og farið er með mig á Bretlandi og Þýzka-
landi. Ég sé vel, að ég er þar í ofmiklu ljósi, enn það hefir
svo oft áðr verið lýst á mig með prosatýru, að ég get haft
gott af því að fá dálitlar skaðabætr1. — Spiritus asper.“
Þessi frásögn er mjög áhrifamikil. Annars vegar Andersen,
vanmetinn og ofsóttur, ummæli „Corsarens“ verða eins og
samnefnari gagnrýninnar í Danmörku, og hins vegar dreng-
skaparmaðurinn Grímur Thomsen, loforð hans um að halda
uppi vörn og efndir þess með ritdóminum i tímariti Steen-
strups.
Enn eftirminnilegri er sagan í Andvara, 23. árg., 1898, í
æviágripi Gríms Thomsens eftir dr. Jón Þorkelsson þjóðskjala-
vörð.
Höfundur getur þess, að Grímur Thomsen vakti áhuga
Dana m. a. á Byron og Runeherg og heldur áfram:
„Minnisstæðastur má Grímur þó vera Dönum fyrir það
handarvik, þegar hann (1855) kenndi þeim að meta H. C.
Andersen og æfintýragerð hans. (f neðanmálsgrein bætir J. Þ.
við: fslendingar könnuðust miklu fyrri en Danir við það,
hvað i Andersen bjó. Jónas Hallgrímsson hafði (fyrir 1845)
þýtt „Kærestefolkene“ (Leggur og skel), og Hannes Hafstein