Skírnir - 01.01.1952, Page 185
Skímir
H. C. Andersen og Grímur Thomsen
181
segir í útgáfu ljóðmæla hans 1883, að Jónasi hafi þótt mikið
til „Andra síns“ koma.) Andersen hafði ort og ritað æfintýri
nær í heilan mannsaldur, en borið það eitt úr býtum, að
Danir höfðu skammað hann jafnt og þétt út sem fábjána og
hálfvita. Að vísu átti hann nokkra góða vini, sem studdu
hann og könnuðust við hæfileika hans, en þeirra gætti svo
sem ekki. Otlendingar, bæði Englendingar og Þjóðverjar,
kunnu þar á móti miklu fyrri að meta Andersen en Danir,
en yfir þvi var vitanlega þagað og það að engu haft, eins
og vant er stundum að vera, þangað til einhver kemur, sem
þorir nógu einarðlega að rífa sundur moðreykinn, sem opt er
þyrlað upp af eigingirni og öfund, eða, þegar bezt lætur, af
hreinni vanþekkingu og hirðuleysi um það að vita sann á
því, sem um er talað, þvi að hver étur opt eptir öðrum. Rit-
dómur Gríms um Andersen er einn af þeim, sem þýðingar-
mestir hafa ritaðir verið, því að skoðun Dana á skáldskap
hans sneri upp frá því svo algerlega við, að Andersen varð
síðan og mun jafnan verða ljúflingsskáld Dana, og þess utan
eru rit hans nú víðlesnari i veröldinni en nokkurs annars
skálds, sem Danir hafa átt fyrr eða síðar.“
I stuttu máli: Þegar H. C. Andersen hefur ritað ævintýr
í mannsaldur, hefur hann borið það eitt úr býtum í föður-
landi sínu að vera skammaður sem fábjáni og hálfviti. Vinir
hans, sem skilja hæfileika hans, megna ekki að láta til sín
taka. Svo kemur Grímur Thomsen til skjalanna, skrifar einn
þýðingarmesta ritdóm, sem ritaður hefur verið, og frá þeirri
stundu snýst skoðun Dana algerlega við. Til þess að ítreka
framlag Islendinga til viðurkenningar á Andersen er getið
ummæla Hannesar Hafsteins í formála fyrir Ljóðmælum
Jónasar Hallgrímssonar 1883, á þá leið, að Jónas er fulltrúi
góðvildarinnar 10 árum á undan Grími, og Grímur leiðir
verkið til lykta.
Þessi ummæli eru því næst prentuð upp í útgáfu af ljóð-
mælum Gríms Thomsens árið 1934 og síðar í Merkum Is-
lendingum, 1. bd., er próf. Þorkell Jóhannesson gaf út. Þessi
skilningur á skiptum Gríms Thomsens og H. C. Andersens er
orðinn að kennisetningu, og er einnig um þetta getið i skóla-