Skírnir - 01.01.1952, Page 186
182
Martin Larsen
Skirnir
bókum. Menntamenn í öðrum löndum geta fræðzt um það,
hve snemma Jónas Hallgrímsson kunni að meta H. C. Ander-
sen, í bók Stefáns Einarssonar, „History of Icelandic Prose
Writers“ (1948): „Það sýnir ljóslega skáldskaparsmekk Jón-
asar Hallgrímssonar, að hann mat Andersen réttilega, þegar
enginn annar maður í Danmörku vildi taka hann í alvöru.“
Og um það, hvað Grímur Thomsen ávann í Danmörku til
skilnings á H. C. Andersen, fá þessir sömu menntamenn
vitneskju hjá Richard Beck, í bók hans, „History of Icelandic
Poets“ (1950), og tekur hann þar undir xunmæli dr. Jóns
Þorkelssonar: „Minnistæðasta afrek hans í bókmenntagagn-
rýni var þó ritdómur hans um rit Hans Christians Andersens
(1855). Það var fyrsta lofsamlega mat þessa mikla snillings
á dönsku og opnaði augun á löndum Andersens fyrir snilld
þessa „ævintýrameistara“ þeirra.“ I „Berlingske Tidende“
hefur Guðmundur Kamban haldið fram sömu skoðun í grein,
sem er endurprentuð í bók hans, „Kvalitetsmennesket“ (1941).
Bjarni M. Gíslason lætur sér nægja að skrifa í bókmenntasögu
sinni (1949): „Þannig var hann (þ. e. Grímur Thomsen)
einn þeirra, sem opnuðu augu samtíðarinnar fyrir snilli H. C.
Andersens og Runebergs. Að minnsta kosti telur H. C. Ander-
sen ritdóm hans fyrstu viðurkenninguna í Danmörku."
Staðhæfingin um þakkarskuld H. C. Andersens við Grím
Thomsen er þá reist á þessum rökum: H. C. Andersen skrifar
Henriette Wulff, að ritdómur Gríms Thomsens sé fyrsta ský-
lausa viðurkenning þess í Danmörku, að hann sé skáld. I öðru
lagi, að H. C. Andersen skrifar í „Ævintýri lífs míns“ (Mit
Livs Eventyr): „Einmitt þessa dagana, inn leið og ég er að
verða fimmtugur og heildarútgáfa af ritum mínum kemur út,
birtir Dansk Maanedsskrift ritdóm um þau eftir herra Grím
Thomsen. Sú dýpt og hlýja, sem þessi höfundur sýndi snemma
í bók sinni um Byron, kemur einnig í ljós hérna í þessari
ritgerð. Hún birtir þekkingu og ástúð á þeim ritum, sem hann
ræðir um; mér finnst nærri því eins og Drottinn vildi, að ég
lyki þessu aldursskeiði með því að sjá hughreystingarorð
H. C. örsteds rætast, er hann mælti við mig á hinum dapur-
legu tímum, þegar menn vildu ekki skilja mig. Heimkynni