Skírnir - 01.01.1952, Page 189
Skírnir
H. C. Andersen og Grímur Thomsen
185
„O.T.“ kom út. Ritdómarinn segir m. a.: „Honum er lagið að
skeyta atburði ljóslifandi inn í ríki skáldskaparins. Einkum
virðist hann vera í essinu sínu, þegar hann tekur atriði úr
þjóðlífinu eða lýsir fyrirbrigðum náttúrunnar; bersýnilegt
dálæti hans á þessum efnum ber því vitni, svo og það, hve vel
honum tekst þetta. Hér fer saman glögg athygli og skyn á
hið skáldlega i hlutunum og ljós og fjörug frásögn, og verða
þannig oft til ágætar myndir; skulum vér til dæmis nefna
vesturströnd Jótlands og sjómennina þar, töðugjöldin á óðals-
setrinu á Fjóni og kaupmannsheimilið í Lemvig." Og í rit-
dómi um „Billedbog uden Billeder“ (Myndabók án mynda,
1840) segir „Fædrelandet": „Aðaleinkenni herra Andersens
sem skálds er væntanlega glöggt auga fyrir hinu myndræna,
og, í sambandi við óvenjulegan næmleika, heillagáfa til þess
að lýsa því, sem hann sér. I „Improvisatoren“ og víða í ævin-
týrunum er fjöldi dæma um lifandi skilning og snjalla lýs-
ingu, og þau eru ekki heldur fá í þessari snotru, litlu bók,
sem vér ætlum að geta um í fám orðum.“
En ævintýrin, — hvað var sagt um þau? H. C. Andersen
gaf árið 1837 út 3. hefti af Ævintýrum handa börnum með
nýju titilblaði fyrir öll þrjú heftin og formála í því skyni að
vekja betur athygli ritskýrenda á þessari bókmenntagrein,
sem lét lítið yfir sér og viðbúið var, að menn kæmu ekki auga
á fyrir skáldsögunum. Þá kom ritdómur í „Kjöbenhavnspost-
en“, og segir þar m. a.: „Til þess að gleðjast af ævintýrum
fyrir börn, eða jafnvel til þess að hlusta á þau með athygli,
þurfa rosknir menn að vera gæddir sérstökum næmleika, sem
er ekki nærri því öllum gefinn. Höfundurinn má því ekki
furða sig á því, þótt hann kunni að finna hálfvelgju og tóm-
læti hjá mörgum gagnvart þessum hugsmiðum hans. En sá,
sem þekkir heim ævintýranna og getur lifað með börnunum
í ríki ímyndunarinnar, verður líklega að gefa Andersen þann
vitnisburð, að í þessu ríki er hann sá snjallasti og skemmti-
legasti leiðsögumaður, sem á verður kosið, og enda þótt ekki
sé auðið að samsinna því, að ævintýrin sem heild séu for-
takslaust það veigamesta, sem Andersen hefur skrifað, þá
ætlum vér, að sum þeirra jafnist á við það bezta, sem gert