Skírnir - 01.01.1952, Page 190
186
Martin Larsen
Skírnir
hefur verið í þessari grein.“ Þó var í öndverðu fátt ritað um
ævintýrin. Það er ekki títt að rita um barnabækur, og barna-
bækur voru þau talin. Umskiptin komu með Nýjum ævintýr-
um 1844. Það hefur ef til vill ýtt undir ritskýrendurna, að
ævintýrin voru ekki lengur „handa börnum“. „Fædrelandet“
birti langan og lofsamlegan ritdóm, „Journal for Litteratur og
Kunst“ þykir mikið koma til allra fjögurra ævintýranna og
mest til „Ljóta andarungans“. „Þetta er lýsing, gerð af glettni
og nálega hrifningu, af hæfileikum, sem hafa lengi verið mis-
virtir, þola raunir og missa móðinn, en berjast að lokum
sigursælli baráttu til fulls þroska og viðurkenningar, enda þótt
þetta mætti virðast fullmikil bjartsýni í veruleikanum.“ Rit-
dómarinn í „Nye Porlefeuille" finnur „i öllum þessum ævin-
týrum svo margt fallegt og gott, svo mikla kímni og alvöru,
svo mikinn skáldskap og speki, að jafnvel ólíkustu lesendur
hljóta að finna eitthvað, sem þeim geðjast að.“ Og um „Ný
ævintýri“, 2. hefti, en þar er Snædrottningin og Grenitréð,
skrifar „Berlingske Tidende": „Við þær nýjungar í bókmennt-
um, sem þessi jól hafa fært börnunum, eigum vér enn eftir
að bæta einni, sem verður tekið með miklum fögnuði; það eru
„Ný ævintýri“ eftir H. C. Andersen. Ævintýri Andersens
hafa, bæSl hér og erlendis, hlotið svo mikla viðru-kenningu,
að óþarfi væri að hæla þeim hér að ráði.“
Árið 1845 skrifaði ritskýrandinn P. L. Möller langan og
nákvæman ritdóm um „Ný ævintýri, 3. safn“, og segir m. a.:
„Andersen er . . . eina skáldið í raun og sannleika meðal vor,
sem sprottið er upp úr alþýðunni. Það er þvi sennilegt, að
hann hljóti að búa yfir einhverju, sem nær beint að hjarta
alþýðunnar.“ Sama ár kom æviágrip H. C. Andersens eftir
sama höfund í „Dansk Pantheon. Svipmyndir handa samtíð-
inni.“ Rit þetta er safn af stuttum ævisögum danskra skálda
í snoturri útgáfu. Árið 1845 var sjálfsagt að taka Andersen
upp í úrval danskra merkisskálda. Carsten Hauch, sem talið
var, að hefði dregið upp skopmynd af H. C. Andersen í skáld-
sögunni „Höllin við Rín“, skrifaði 1846 ýtarlega um hann í
„Dansk Ugeskrift“; þar leggur hann áherzlu á ævintýrin,
einkum „Ljóta andarungann“.