Skírnir - 01.01.1952, Side 191
Skírnir
H. C. Andersen og Grímur Thomsen
187
Þegar H. C. Andersen lét frá sér fara skáldsöguna „Baróns-
frúrnar“ árið 1848 (á titilblaði 1849), skrifaði skáldið Meir
Goldschmidt, áður ritstjóri tímaritsins „Corsaren“, i nýja
tímaritið sitt, „Norður og suður“, ekki minna en 20 bls. um
þennan atburð. Goldschmidt skilur, að í ævintýrinu er Ander-
sen á réttri hillu: „Hann finnur skáldskap þar, sem aðrir
varast beinlínis að leita hans, í hlutum, sem taldir eru ljótir,
í kjallaranum, þar sem grenitréð liggur innan um rottur og
mýs, í sorpílátinu, þar sem vinnukonan hefur fleygt gömlum
flibbum o. s. frv. . . . Eins og barnið talar við brúðuna sína
og gerir henni upp orð, þannig setur hann á svið brúðuleik,
þar sem allt fær mál, er hann hefur séð og lesið, lifandi og
dautt, sól, tungl og öll kringla heimsins, kóngar, hnotbrjótar,
kóngsdætur og stökkgæsir; furðulegt mannvit er í þessu
barnahjali, og stundum kemur upp úr þurru sakleysisleg
fyndni, neyðarleg sneið, sem vér hefðum ekki ætlað saklausu
barni... 1 skáldsögunni (þ. e. ,,Barónsfrúnum“) úir og grúir
af þjóðlífsmyndum, sem hver í sínu lagi og einar sér væru
með ágætum.. . Innan um allar þessar margvíslegu myndir
skýtur ævintýrið upp kollinum eins og álfur .. . bónorð hirð-
mannsins, sem fer út um þúfur í hirðveizlunni, af því að
hann týnir tölu lir buxnastrengnum, er með þeim hætti, að
ekki verður varizt þeirri hugsun, að í raun réttri hefði hnapp-
urinn átt að segja ræstingarkonunum söguna .. .“ Sama mat
verður fyrir oss m. a. í ritdómi í „Berlingske Tidende“ um
„Sögur" (Historier), er út komu 1852: „Skáldið hefur enn
gefið oss nokkrar af þessum einkennilegu, fallegu sögum, sem
hrífa oss með lunderni og hugmyndaauðlegð sinni; oft geta
eitt eða fáein orð brugðið upp raunsæjum myndum úr mann-
lífinu, stundum átakanlegum, stundum kátlegum . .
Þetta eru aðeins fáein dæmi vinsamlegra ummæla um
H. C. Andersen. Hann hafði hlotið ekki litla viðurkenningu,
áður en Grímur Thomsen skrifaði ritdóm sinn, og margir
ritskýrendurnir benda á það, sem seinni tíma menn hafa
með aðdáun einmitt talið skáldinu til gildis. Því er það líka
kynlegt, að í hinu mikla riti sínu um H. C. Andersen („Ævi
og skáldskapur H. C. Andersens“, 2 bindi 1949—50) hefur