Skírnir - 01.01.1952, Side 192
188
Martin Larsen
Skímir
Caj M. Woel sig allan við að sanna, að ritskýrendur hafi
ekki þá frekar en nú verið starfi sinu vaxnir, enda tekst
honum það ekki. 1 ákefð sinni hafnar hann einnig ritdómi
Gríms Thomsens!
Það dró margt til þess, að H. C. Andersen taldi sig mjög
vanmetinn í föðurlandi sínu. Hann var taugaveiklaður að
eðlisfari og svo bráðlyndur, að hélt við móðursýki. Auk þess
taldi hann, að Guð hefði fengið honum ætlunarverk, það
að sanna, að lífsævintýrið væri veruleiki. En snillingurinn
þurfti meðlæti til þess að geta sannað þetta. Mótlæti og slæmir
dómar var nokkurs konar tilraun til þess að koma í veg fyrir
áform Guðs. Vitaskuld varð H. C. Andersen fyrir gagnrýni,
fjandsamlegri gagnrýni, jafnvel skilningslausri gagnrýni, en
hvaða skáld kemst hjá því? En það er athyglisvert, að gagn-
rýnin beindist ekki einungis að ágöllum á list hans, sönnum
eða ósönnuðum, heldur einnig og ekki sízt að manngildi hans,
eins og það kom fram í þeim ritum, þar sem álit hans á
sjálfum sér og skoðanir hans birtust án þesS að vera færðar
í listrænt snið. 1 þriðja lagi vildi H. C. Andersen framar öllu
sigra á leiksviðinu, en einmitt þar beið hann mestan ósigur,
einkum þegar hann samdi söngleikjatexta eftir pöntun til
þess að rétta við efnahaginn. Og þó hlotnaðist honum lika
meðlæti á leiksviðinu. Árið 1840 vann hann fyrsta sigur sinn
á leiksviði með „Kynblendingnum“ (Mulatten), og þegar
stofnað var nýtt og alþýðlegt leikhús (,,Casino“), komst hann
með nokkrum ævintýraleikjum i kunnleika við áhorfendur
úr alþýðustétt, sem létu sig alla gagnrýni einu gilda. Og loks
er það, að enda þótt H. C. Andersen hefði glöggan skilning
á umtali í auglýsingaskyni í nútímaskilningi, gat honum
aldrei skilizt, að ádeila og skopstæling mætti ráða nokkru um
lýðhylli.
Það liggur i augum uppi, að sú gagnrýni, sem beindist að
því, er menntun Andersens var áfátt í gömlum skilningi, var
að miklu leyti óskynsamleg og smásálarleg; það er dálítið
kátlegt að eltast við stafsetningarvillur hjá snillingi. En í
gagnrýninni á H. C. Andersen komu einnig í ljós andstæður,
sem gefa verður fullan gaum. H. C. Andersen var fylgis-