Skírnir - 01.01.1952, Síða 194
190
Martin Larsen
Skírnir
Hauch, væru ekki annað en tuskur hjá H. C. Andersen, heldur
og gnæfði hann himinhátt yfir alla aðra samanlagða, sem
nokkru sinni hefðu uppi verið í Danmörku og verða mundu
um allar aldir. Hikandi og feiminn, með votar brár, steig
riddarinn fram að ræðulokum og þakkaði með nokkrum hjart-
næmum og góðviljuðum orðum og lýsti yfir, að þetta væri
fegursta stund ævi sinnar, af því að nú fyrst nyti hann sann-
mælis í föðurlandi sínu ...“
Ef athugað er, hvaða bækur voru endurprentaðar fyxir
1855, verður niðurstaðan sú, að öll rit H. C. Andersens, sem
mest kveður að, komu út í mörgum útgáfum, „Gönguferðin“,
„Myndabók án mynda“, „Talandi skáld“, „Kynblendingur-
inn“ og öll ævintýrakverin, að frátöldum 4 heftum af „Nýj-
um ævintýrum".
Árið 1849 (1850 á titilblaði) komu út öll ævintýrin, sem
áður höfðu verið gefin út, 45 talsins, ásamt fjórum, er prent-
uð höfðu verið í tímaritum, með 125 myndum eftir Vilhelm
Pedersen, er gerðar voru fyrir þessa útgáfu. Það var ekki
algengt um þær mundir að hafa mikinn fjölda mynda í þess
konar útgáfum, og þetta ævintýrasafn gefur því allgóða vís-
bendingu um þær vinsældir, sem H. C. Andersen og ævin-
týri hans höfðu áunnið sér. Þessi útgáfa var endurprentuð
1854. Og það var stærsti samningurinn, sem Reitzel gamli
bókaútgefandi hafði gert á ævi sinni. Upplag skyldi vera 4000,
sem var mjög stórt upplag i þá tíð. Samningurinn tók einnig
til ritsafns H. C. Andersens („Samlede Skrifter“) í 22 bind-
um (upplag 2000). Ritlaun H. C. Andersens fyrir þessa nýju
útgáfu voru 1200 rd. fyrir ævintýrin og 1700 rd. fyrir rit-
safnið. Skáldlaun H. C. Andersens voru þá 600 rd. á ári.
Reitzel var helzti bókaútgefandi í landinu, og H. C. Andersen
átti mest viðskipti allra rithöfunda við fyrirtækið.
Árið 1855 kom út ný útgáfa af „Sögum“ (Historier) með
55 myndum eftir frumteikningum V. Pedersens.
Gagnrýnin hafði, eins og sýnt var, viðurkennt H. C. Ander-
sen sem skáld fyrir 1855, en útgáfumar bera lesendahópi
hans vitni.