Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 196
192
Martin Larsen
Skírnir
sen varð æ meir umhugað um að segja frá á áhrifamikinn
hátt, svo að mönnum yrði minnistætt, síður að segja hverja
sögu sem var. Eitt dæmi sýnir þetta.
Allir, sem lesið hafa „Ævintýri lífs míns“, muna atvikið,
þegar H. C. Andersen fær að lokum leyfi móður sinnar til
þess að fara til Kaupmannahafnar. Þar segir svo:
„Hvað verður um þig þar?“ spurði móðir mín.
„Ég ætla að verða frægur“, svaraði ég og sagði henni, hvað
ég hefði lesið um merkismenn, sem voru fæddir í fátækt.
„Fyrst verður maður að þola svo óttalega miklar raunir,“
sagði ég, — „og svo verður maður frægur.“ Það var alveg
óskiljanleg fýsn, sem togaði í mig. Ég grét, ég bað, og loks
lét móðir mín undan, en lét þó áður sækja gamla konu for-
vitra, sem kallað var, á spítalann og spá fyrir mér í spil og
kaffikorg.
„Sonur hennar verður mikill maður!“ sagði kerlingin; „til
heiðurs honum munu Óðinsvé einhvern tíma verða ljósum
skreytt.“ Móðir mín grét, þegar hún heyrði þetta, og latti
mig nú ekki farar.“
Sé nú gáð í „Ævibókina“, þá er spákonan þar, en hún
kemur við sögu á allt öðrum tíma, og hún veldur engum
tímamótum. 1 „Ævintýri lífs míns“ kemur hún fram eftir
lát föður hans, í „Ævibókinni“ hins vegar meðan faðirinn
er á lífi, og frásagnarhátturinn er alveg blátt áfram eins og
jafnan í „Ævibókinni“.
„Gömul kona frá spítalanum kom ósjaldan til foreldra
minna og fékk leifar af okkar fátæklega borði. Kerling þessi
var talin forspá, jafnvel göldrótt, og var löngum véfrétt móður
minnar; ég var hins vegar hálfhræddur við hana; þó hló ég
að henni og dró þar dám af föður mínum, sem kallaði hana
svikakvendi. — Einu sinni átti hún að spá mér. „Honum
farnast betur en hann á skilið,“ sagði hún og var reið við
mig; „hann verður villifugl, sem flýgur hátt, stór og mikils
háttar í heiminum, — einhvern tima verða öll Óðinsvé skreytt
ljósum fyrir hann.“ Ég var raunar upp með mér af þessu;
móðir mín grét af gleði yfir spánni og hefur síðan, þegar mér
hefur gengið að óskum í heiminum, minnt mig á þetta, og