Skírnir - 01.01.1952, Side 199
Skímir
H. C. Andersen og Grímur Thomsen
193
enn trúir hún því, að bærinn verði einhvern tíma lýstur mér
til heiðurs.“
Spáin hefur þá upphaflega verið óviðkomandi heimanför
H. C. Andersens, og hann kímir að henni, aðeins móðir hans,
grunnhyggin kona, leggur nokkuð upp úr henni: „enn trúir
hún því, að bærinn verði einhvern tíma lýstur mér til heið-
urs“. Það er allt önnur röksemd, sem úrslitum ræður í „Ævi-
bókinni": Faðirinn hefur alltaf sagt, meðan hann var á lífi,
að aldrei mætti neyða Hans Christian til neins, hann yrði að
verða það, sem hann sjálfur vildi. Og það er þessi röksemd,
sem móðirin lætur ráða.
Hvaðan er þá runnin þessi frásögn, sem svo fræg er orðin,
að spásögn þessi hafi orðið afdrifamikil? Hún er, eins og
Topsoe-Jensen hefur sýnt fram á, runnin frá góðkunningja
íslendinga, Xavier Marmier, sem í októberhefti „Revue de
Paris“ 1837 ritaði „La vie d’un poéte“ (Ævi skálds). Þessi
litla ritgerð er ekki vísindamanns verk, heldur blaðamanns.
En hún átti þátt í að skapa H. C. Andersen frægð hér í álfu.
Og þar fékk sagan um spákonuna og lýsingu Öðinsvéa það
snið, sem H. C. Andersen felldi síðar inn í ævisögu sína. H. C.
Andersen var sem sé ekki blindur á það umtal, sem hið furðu-
lega bernsku- og æskulíf hans gat vakið um hann. 1 bréfi
til Henriette Hanck skrifar hann: „Ævintýri lífs míns virðist
vekja jafnmikinn áhuga á mér og skáldverk mín; á mjög
skömmum tíma hef ég séð sögu mína sagða á ýmsum málum,
þó ekki með öllu rétt; Óðinsvé og spítalakerlingin, sem spáði,
að bærinn myndi lýstur mér til heiðurs, vekja miklar vin-
sældir. Það sómir sér bráðum ekki fyrir yður að láta ekki
logandi ljós i gluggann, þegar ég læt verða af því að koma.“
Spásögnin um viðurkenningu H. C. Andersens heima fyrir
með því að skreyta Óðinsvé ljósum er merkilegust þeirra spá-
sagna, sem svo víða koma fyrir í „Ævintýri lífs míns“. Og
frásögnin um virðingarmerki fæðingarstaðarins hefði verið
eðlilegt niðurlag á hinni áhrifamiklu frásögn H. C. Andersens
um hinn ævintýralega lífsferil hans. En þegar að því var
komið árið 1855, að hann skyldi ljúka við „Ævintýri lífs
míns“, höfðu Óðinsvé ekki enn þá látið til sín heyra, og það
13