Skírnir - 01.01.1952, Page 201
HERMANN PÁLSSON:
KELTNESK MANNANÖFN
í ÍSLENZKUM ÖRNEFNUM
1 fornum íslenzkum heimildum er getið allmargra manna,
er báru írsk nöfn. Þau voru löguð eftir íslenzkum hljóðlög-
málum og íslenzkrun beygingarendingum aukið við þau. Mörg
þessara heita koma einungis fyrir mjög snemma, á vestræn-
um landnámsmönnum, en hafa aldrei festst í málinu. Önnur
tíðkuðust fram eftir öldum, og fáein hafa verið landlæg fram
á okkar daga. Hér er ekki ætlunin að rekja sögu írskra manna-
nafna á Islandi, þótt það sé rannsóknarvert, heldur skal reynt
að telja upp helztu örnefni íslenzk, sem dregin eru af þeim.
Upptalning þessi er ekki fullkomin, og veldur því einkrnn
vanþekking greinarhöfundar. Söfnun íslenzkra örnefna er
hvergi nærri fulllokið, og er ekki ósennilegt, að miklu megi
auka við þenna lista, þegar henni er lengra á veg komið. Ekki
verður heldur fullyrt um sum íslenzk mannanöfn, hver upp-
runi þeirra er. Mannsnafnið Eiður er t.a.m. óþekkt í Noregi1)
og gæti vel verið dregið af írska heitinu Aedh. Daði gæti
verið runnið frá írska nafninu Dathí, og svipað má segja um
fleiri íslenzk nöfn, sem voru ekki þekkt í Noregi. Vafasömum
nöfnum af þessu tæi er sleppt í listanum hér á eftir. Um
aldur örnefna, sem dregin eru af írskum mannanöfnum og
koma ekki fyrir í fornum heimildum, verður ekki fullyrt. Þó
er ekki ósennilegt, að þau, sem fela í sér sjaldgæf heiti írsk,
séu gömul.
Bekan (ír. Beccan) var heiti á landnámsmanni, og við
1) Hér er stuðzt við hið ágæta rit Linds: Norsk-islándska dopnamn,
Uppsala 1905—15 og Oslo 1931.