Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 202
196
Hermann Pálsson
Skímir
hann eru kenndir BekansstáSir í Skilmannahreppi, Borgarf.
f Sturlubók Landnámu eru þeir ritaðir Beigansstaðir, en rit-
háttur annarra Landnámugerða og nútímaframburður skera
úr um, að Bekansstaðir er rétta myndin.
Á Snæfellsnesi, suðvestan við Drápuhlíðarfjall, er dalur,
sem ýmist er kallaður Pekansdalur eða Bekronsdalur. Fyrri
myndin gæti verið dregin af sama heiti og Bekansstaðir,
enda skiptust framstæð harðhljóð og linhljóð á í írskum töku-
heitum í íslenzku.
Bresi (ír. Bress) er í Landnámu nefndur faðir þeirra Þor-
móðar og Ketils, landnámsmanna á Akranesi, en þeir voru
írskir. Á Akranesi er eyðibýli, sem óbyggt hefur verið um
langan aldur og heitir Bresagerði. Bresagerðis er getið í forn-
um máldaga kirkjunnar að Hólmi.1)
Brjánn (ír. Brían) er sjaldgæft heiti á íslendingum á
fyrstu öldum íslandsbyggðar. Mér er ókunnugt um nokkurn
fslending, er heitið hafi þessu nafni fyrr en á 15. öld.2) Þó
hefur nafnið þekkzt mjög snemma, því að Brjánslækjar á
Barðaströnd er getið þegar í Landnámu. Stafsetningin á bæj-
arheitinu er á reiki: Branslækr (Hb), Bramslækr (Þb). Auk
Brjánslækjar kemur nafnið Brjánn fyrir í nokkrum öðrum
örnefnum. BrjámsstaSa í Skeiðahreppi og BrjámsstáSa í
Grímsnesi, Árn., er fyrst getið í Jarðabók Árna Magnússonar
og Páls Vidalíns. Brjámsnes er í Mývatnssveit, S.-Þing. Jarða-
bókin getur tveggja bæja, sem heita PrjámsstaSir, annars í
Þingi, Hún., en hins í Melasveit, Borgarf. Jarðabókin gerir
grein fyrir nafngiftinni á Prjámsstöðum í Þingi og segir, að
þeir hafi fengið nafn af auknefni fátæks húsmanns. Prjáms-
staðir (annað nafn á Bakkakoti) í Melasveit voru fyrst
byggðir, rúmlega þrjátíu árum áður en Jarðabókin var samin,
og er því sennilegt, að heitið sé ungt. Þó er ekki með öllu
óhugsandi, að eldra örnefni hafi verið vakið upp, þegar ból
1) D. I., I, 416. bls. Útgefandi Fornbréfasafns telur máldagann vera
frá því um 1220.
2) D. I., V.