Skírnir - 01.01.1952, Page 204
198
Hermann Pálsson
Skírnir
sýslu. Dufþaksholt er stundum kallað Dufþekja. Á Kili er
fell, sem ýmist er kallað Dufþaksfell eða Grúfufell.1)
Dungaðr, Dunkaðr (ír. Donnchad). DunkaSarstaSir í
Dölum (nú kallaðir Dunkur) eru kenndir til þessa heitis.
Dunkaðarstaða er fyrst getið í Bjarnar sögu Hítdælakappa,
en ekki er kunnugt um neinn hérlendis, er þetta nafn hefur
borið. 1 Jarðabók er bærinn kallaður Dúnk, og er styttingin
gömul. Dunkurskógar i Hörðadal er getið í fornbréfi 1393,2)
en Dunkurbakki kemur fyrst fyrir í Jarðabók. Hjá Hrishóli
á Barðaströnd er Dunkurbrekka.
Erpr var til í Noregi, en kemur sjaldan fyrir. Erpr Mel-
dúnsson, leysingi Auðar, hefur sennilega borið piktneska heitið
Erp, þar sem hann var katneskur. Við hann eru kenndir Erps-
staSir í Dölum (Ldn).
Gilli ( ír. Giolla). 1 Gull-Þóris sögu er getið Gilla hins
suðureyska á GillastöSum í Króksfirði. Þeirra Gillastaða er
einnig getið í Sturlungu. Aðrir GillastaSir eru í Laxárdal í
Dalasýslu.
Gufa (ír. Gubha). Viðurnefni Ketils gufu er að öllum lík-
indrnn írskt, en við hann eru kenndir nokkrir staðir vestan-
lands: Gufá, Mýr., Gufuskálar, Mýr., Gufuskálar á Rosm-
hvalanesi, Gufuskálar á Snæfellsnesi. Enn eru fleiri ömefni
vestanlands kennd við Gufu, en þau verða ekki rakin hér.
Kaðall (ír. Cathal). 1 Víga-Glúms sögu er getið Kaðals,
írsks manns. KaSalsstáSir í Fjörðmn, S.-Þing. koma fyrir í
fornbréfi frá 1318.3) Aðrir KaSalsstáSir eru í Stafholtstung-
um, Borgarf. (Jarðabók). Hjá Stokkseyri, Árn., eru KáSla-
stáSir (Jarðabók), og eru þeir sennilega kenndir við mann,
sem borið hefur heitið Kaðall.
Kalman (ír. Colman). Við Kalman, suðureyskan land-
námsmann, er kennd Kalmansá og Kalmanstunga í Borgar-
firði. Kalmanstunga er kölluð Galmanstunga í kvæði Bjarna
1) Sýslu- og sóknalýsingar Húnavatnssýslu, Akureyri 1950, 101. bls.
2) D. I., III, 491. bls.
3) D. I., II, 443. bls.