Skírnir - 01.01.1952, Síða 205
Skírnir
Keltnesk mannanöfn í íslenzkum örnefnum
199
Borgfirðingaskálds um Jón Grímsson.1) Kalmansvík á Akra-
nesi dregur e. t. v. nafn af Kalmani landnámsmanni. 1 forn-
bréfi frá því rnn 1220 er það ritað galmans vik2), en tæpri
öld síðar (1315) er það ritað galmars vijk.3) Gálmatjörn
(Jarðabók) eða Kalmanstjörn er sennilega dregið af Kalman.
Vestan Eyjafjarðar er Galmaströnd. 1 Landnámu er ritað
Galmansströnd (Stb, Hb), Galma(r)strönd (Þb) og Gamla-
strönd (Hb). I Jarðabók er ritháttur Galmansströnd eða Kale-
mansströnd. 1 Sturlungu er skrifað Galmasströnd í Króks-
fjarðarbók, en í pappírshdrr. Galma-, Galmans- og Galmars-
strönd. Þótt segi í Landnámu, að Galmr hafi numið strönd-
ina, þá er hér sennilega um að ræða afbrigði af heitinu
Kalman. Til þess gæti bent bæjarheitið Gálmastaðir, öðru
nafni CalemansstaSir, er voru eyðibýli, þegar Jarðabókin
var skrifuð. Við Steingrímsfjörð er Galmansströnd, sem þekkt
er úr fornbréfum: gálmans stronnd (1274)4), Galmas stronnd
(1317).5) Hjá Selhólum í Kálfárdal, Skag., er KalmansleiSi.
Margeir Jónsson, sem skrásett hefur örnefni þar nyrðra,6)
segir um þetta örnefni: „Sagt er, að þar sé heygður maður
sá, er nam Kálfárdal.“ Þótt naumast sé einhlítt að treysta
munnmælum um uppruna örnefna frá landnámsöld, þá má
ætla, að hér sé um forna arfsögn að ræða.
Kimbi (ír. Cimbe) var sjaldgæft á íslandi. Á Grænlandi
var Kimbavágr, kenndur við Þorleif kimba.7) KimbastaSir
í Skagafirði eru kenndir við mann með þessu heiti. Þeirra
er fyrst getið í fornbréfi fyrir 1421.8)
Kjallakr (ír. Cellach) kemur fyrir sem heiti á allnokkr-
um mönnrnn að fornu. KjallaksstaSa og Kjallakshóls á Fells-
strönd er getið í Landnámu. Kjallaksár í Bitru, Strandasýslu,
1) Sjá P. E. Ólason: Menn og menntir IV, 723. bls.
2) D. I., I, 417. bls. (skjalið aðeins varðveitt í eftirriti frá 1601).
3) D. I., II, 403. bls. (hdr. frá 1601).
4) D. I., II, 116. bls. (pappírseftirrit).
5) D. I., II, 408. bls. (pappírseftirrit frá 1600).
6) ömefnaskrér Margeirs Jónssonar eru varðveittar í Þjóðminjasafm.
7) Eyrbyggja saga.
8) D. I., IV, 287. bls.