Skírnir - 01.01.1952, Page 207
Skirnir
Keltnesk mannanöfn í íslenzkum örnefnum
201
Skaga er Kolkunes og enn önnur örnefni, sem draga nafn af
þessu heiti.
Konáll (ír. Conall). Þetta heiti báru nokkrir fslendingar
að fornu, en mér er ekki kunnugt um annað örnefni, sem við
það heiti sé kennt, en Konálsstaði í Barðastrandarsýslu. 1
Jarðabók segir, að „aðrir kalli það Konungsstaði", og hafði
jörðin þá verið í eyði í meir en hundrað ár. Sennilegast er,
að Konungsstaðir sé afbökun.
Kóri (ír. Corre). Þetta heiti bar þræll Ketils gufu, og segir
í Landnámu, að Kóranes (í Mýrasýslu) dragi nafn sitt af
honum. Kórunes kemur fyrir í sumum handritum Eyrhyggju.
*Ivorka (ír. Corc?). Hugsanlegt er, að Korkudalur á Langa-
nesströnd sé kenndur við mann með þessu heiti.
Kormákr (ír. Cormac). Kormákshaugur á Mel er kennd-
ur við einhvern annan en Kormák skáld.1)
*Kyrini (ír. Cuireann). KýrunnarstaSir í Dölnm virðast
vera kenndir við mann með þessu nafni. f fornbréfi frá 1421
er ritað KyrinastaSir.2)
Kýlan (ír. Cuileán). í Landnámu er getið um Kýlanshóla
í Borgarfirði. Einn landnámsmanna þar bar þetta heiti auk
nokkurra ættingja hans. í Gull-Þóris sögu er getið Hólm-
göngu-Kýlans að Hafrafelli, en þar vestra eru Kýlonsvatn
og KýlonshcéS.
Lunan (ír. Lonan). Þorsteinn lunan (lavnan) og Lunans-
holt í Rangárvallasýslu eru nefnd í Landnámu.
*Lurkan (ír. Lorcan). Milli Ingjaldshóls og Þrándarstaða
á Snæfellsnesi er Lurkanslækur. Hans er getið í landamerkja-
bréfum allsnemma: lurkans læk (um 1280).3)
Melbrigði (ír. Mael Brigde). Ekki er kunnugt um neinn
1) Sbr. KSlund, op. cit. II, 6. bls.; Árb. Fornl.fél. 1895, 12. bls.
2) D. I., IV, 293. bls.
3) D. I., II, 165. bls. Ólafur Lárusson hefur vakið athygli á þessu ör-
nefni í riti sínu: Landnám á Snæfellsnesi, 37. bls., og þar vísar hann til
fornbréfa, sem geta þess.