Skírnir - 01.01.1952, Page 208
202
Hermann Pálsson
Skímir
Islending, sem heitið hafi þessu nafni. f Hegranesþingi eru
MjölbrigSastaSir (nú Melbreið). Þeir koma fyrir í skjölum
allt frá 16. öld, og afbakast nafnið með tímanum; upphafs-
atkvæðið oft í Mjöl-, Mél-.1)
Á Auðkúluheiði er MelbrigÖaflá og nokkur önnur örnefni
kennd við Melbrigða.2)
Melkorka (ír. Mael Curcaig). Allir kannast við Melkorku
í Laxdælu, en þar er getið um bæ hennar, Melkorkustaði í
Laxárdal. Aðrir Melkorkustaðir voru í Dýrastaðalandi í Norð-
urárdal í Mýrasýslu.
Myríðr (ír. Muiriath). Draumkonan í Skáld-Helgarímum
heitir þessu nafni, en annars kemur það hvergi fyrir í íslenzk-
um bókmenntum. Um Meiðastaði í Gullbringusýslu segir í
Jarðabók, að gamlir menn kalli þá MeiriSastaöi. Finnur
Jónsson3) hefur getið þess til, að hér muni vera um sama
heiti að ræða og í Skáld-Helgarímum, og er sú tilgáta senni-
leg. Hins ber þó að gæta, að myndin Meiðarstaðir kemur
fyrir allsnemma (um 1270).4)
Njáll (ír. Níall). f Húnavatnssýslu eru NjálsstaÖir á Skaga-
strönd. Þeirra er fyrst getið 1318.5) Aðrir NjálsstaÖir voru
í Víðidal. Eyðibær í Núpsdal hét einnig NjálsstaÖir. Geta má
þess, að í Heiðarvíga sögu er talað um Njál bónda í Gnúps-
dal, og er ekki ósennilegt, að eitthvert samband sé milli heitis
hans og bæjarnafnsins. í Dölum er örnefnið Njálsgil.
Patrekr (ír. Patraicc). í Landnámu segir, að Patreks-
fjöröur sé kenndur við Patrek biskup inn helga í Suðureyjum.
Þó má vel vera, að þetta hafi farið á milli mála og sé fjörður-
inn kenndur við heilagan Patrek, postula íra.
Trostan (á piktnesku Drostan). TrostansfjarÖar er getið
þegar í Landnámu, en hvergi í fornritum er gerð grein fyrir
1) Sjá upptalningu nafnmynda í heimildum Árb. Fornl. 1923, 76. bls.
2) Sjá Öl. Lárusson: Landnám í Skagafirði, 16S. bls.
3) Bœjanöfn á Islandi í Safni til sögu Islands, IV. bindi.
4) D. I., II, 78. bls. (þó aðeins í ungum hdrr.).
5) D. I., II, 471. bls. Um 1220 er getið Njálsstaða í fornbréfi, en óvist
er, um hvaða Njálsstaði þar er að véla. Sjá D. I., I, 400. bls.