Skírnir - 01.01.1952, Síða 212
STEFÁN EINARSSON:
UM UPPTÖK NJÓLU
J. C. Poestion segir um Björn Gunnlaugsson á þessa leið:
Hann fékkst, einkum á yngri árum, við skáldskap og tókst svo vel, að hann
verðskuldar töluverða athygli. Að vísu er um að ræða aðeins eitt kvæði eða
svo, en kvæði, sem er eins einstakt í íslenzkri ljóðagerð og hið andríka skáld.
Það er Njóla eSa hugmynd um alheimsáformiS. Venjulega er Njóla kölluð
heimspekilegt kvæði, en er það í rauninni ekki, heldur miklu fremur
skoðun stjörnuhiminsins með augum trúarinnar, stjörnufræðilegt náttúru-
kvæði, þar sem þó náttúran, þrátt fyrir alla aðdáun á henni, er lítið
annað en tilefni til þess að lofa höfund hennar og verndara. Að visu
leiðir þetta höfundinn til margra heimspekilegra hugleiðinga, en þær gera
kvæðið á pörtum svo óskýrt, að höfundur hefur sjálfur látið skýringar
fylgja þvi. Samt er Njóla svo háandleg, djúp-innileg og full af fögrum
hugsunum, að islenzka þjóðin les hana gjarna, enda mun hún um aldur
geyma nokkuð af gildi sínu. Vinsældir hennar sjást af því, að hún hefur
þrisvar verið prentuð: 1842, 1853 og 1884.
Hitt er þó ef til vill merkilegast um kvæðið, að Björn Gunnlaugsson
orti þaS, þegar hann var smali, yfir ánum, sem voru þá kannske ekki alltaf
allar á kvíunum hjá honum. (J. C. Poestion: Islándische Dichter der Neu-
zeit, 329.—330. bls.).
Já, það væri sannarlega meira en merkilegt, ef Björn Gunn-
laugsson hefði ort þetta há-heimspekilega kvæði, sem Agúst
H. Bjarnason telur vel á undan sínum tíma — bæði vegna
neitunar á endurlausnarkenningunni og vegna hinnar nýju
orkukenningar, sem þar kemur fram —- heima á smalaþúf-
unni á Tannstöðum í Hrútafirði, áður en hann fór nokkuð að
læra undir skóla. Kvæðið í heild bendir til fullþroska manns
og spekings, enda segir Þorvaldur Thoroddsen frá þvi í Land-
frœ'Sisögu sinni (og Á. H. B. hefur það réttilega eftir honum),
að Bjöm hafi verið að yrkja Njólu á kvöldin, árin sem hann
ferðaðist um landið til að mæla það, 1831—43, en fyrsta útg.