Skírnir - 01.01.1952, Page 214
208
Stefán Einarson
Skírnir
gang með þau, og yogum síðan að spyrja skynsemina: til hvörs eru þau?
hvað eru þau?“
Þessi langa og mælska prédikun Magnúsar kemur að lokum
í þann stað niður, að hin dýrlega náttúra sé beztur skóli til
þess að nema af guðhræðslu og vísdóm og dyggð og ekkert
sé mönnum skyldara en lofa náttúrunnar dýrlega herra,
drottin.
Inngangserindin í Njólu virðast nú ekki vera annað en
sálmur, sem Björn hefur ort eftir þennan lestur: hugmyndin
er nákvæmlega eins:
1. Meistari himna mikli þú!
mig þinn andi hneigi,
svo hugurinn nokkuð hugsa nú
um hátign þina megi.
Gat hann vel ort þetta um eða eftir fermingu, eða a. m. k.
áður en hann fór í skóla, þá 17 ára.
Enn má geta um eina bók, er út kom, þegar Björn var tíu
vetra, 1798: þýðing Jóns Þorlákssonar á Tilraun um manninn
eftir Pope. Þetta var heimspekileg tilraun til að átta sig á
stöðu mannsins í náttúrunni og afstöðu beggja til drottins,
fyrsta heimspekilega kvæðiS á íslenzka tungu. Þetta kvæði
hefur tæplega getað verið eins auðmelt unglingnnm og stjörnu-
prédikun Magnúsar Stephensens, en vel má Björn þó sem
þroskaður unglingur, kannske áður en hann fór 17 vetra að
læra undir skóla, hafa komið auga á það og hugsað með sér,
að gaman væri að geta siðar prjónað svo heimspekilega við
lofsönginn frá smalaárunum. Og svo mikið er víst, að þegar
hann loks yrkir Njólu, þá fylgir hann aðferð Popes um skýr-
ingargreinar við kvæðið. Mér þykir því ekki ólíklegt, að Pope
eigi sinn þátt í því, að Björn Gunnlaugsson orti Njólu, þótt
Magnús Stephensen eigi líklega fyrstu kveikjuna.