Skírnir - 01.01.1952, Qupperneq 215
JAKOB BENEDIKTSSON:
SKINNBLAÐ
ÚR KARLAMAGNÚS SÖGU
Skinnblað í Þjóðminjasafni (nr. 280; sjá Skýrslu um Forngripasafn
Islands I, 1868, bls. 123), 28X30 cm. Skrifað með góðri og reglulegri
hendi frá )>ví seint á 14. öld; skriftin tvidálkuð, hæð lesmáls 18.5, breidd
15.5 cm, 32 og 33 línur í dálki. Allstór, rauðbrúnn upphafsstafur með
rauðum skreytingum við upphaf kapítula (14. 1. í textanum); eyða fyrir
fyrirsögn. Blaðið er lítið eða ekki skert að ofan og neðan og á ytra
jaðri; óvenjulega breið spássía að neðan (7.5 cm). Blaðið hefur verið notað
í kápu utan um kver og brotið inn af á öllum jöðrum; aftari bls. hefur
snúið út, og er skriftin með öllu ólesandi nema á ytri helmingi siðari
dálks þar sem inn af var brotið. Auk þess er blaðið bögglað og lítið eitt
götótt í brotunum, svo að nokkrir stafir og orð hafa farið forgörðum af
þeim sökum á fremri blaðsíðunni, en annars er hún vel læsileg. — Blaðið
er komið á Þjóðminjasafnið (Forngripasafnið) 3/10 1865 frá Jóni Ölafs-
syni skáldi frá Kolfreyjustað, þá skólapilti.
Texti fremri bls. svarar til Karlamagnús sögu í útgáfu Ungers, 1860,
bls. 22928—2314 (úr Agulandus þætti). Það sem lesið verður úr síðari
dálki aftari bls. svarar til bls. 23128-—23217 í sömu útgáfu.
Textinn hér á eftir er prentaður stafréttur að þessu undanskildu: Þar
sem prentað er aa (= á) hefur skirmblaðið a-in dregin saman í einn staf.
Broddum yfir i er sleppt, en þeir eru notaðir í nokkrum orðum til að
greina i frá öðrum stuttstöfum (t. d. syni, Eíngi, komin, sæmdin). Leyst
er úr böndum án þess að upplausnir sóu skáletraðar, enda eru bönd í
engu óvenjuleg. Þetta skyldi þó athugað: er-merkið er leyst upp -ir i end-
ingum, því að svo er oft ritað fullum stöfum; sama merki er leyst upp
-r í orðinu er. Orðin þæim, þæirra eru aldrei skrifuð fullum stöfum, en
eru leyst upp með -æi- þar sem svo er ávallt skrifað fyrir ei, nema í
orðinu Eingi (1. 29). Skammstafanir eru fylltar, en fyllingar settar í
sviga. Þar sem prentað er suar(ar) er ritað suar., en úr því mætti lesa
bæði suar(ar) og suar(aði); hins vegar er ritað suarar 1. 28 og suarar
1. 62 (bundið, ekki skammstafað), og er því sama mynd sett inn á hinum
stöðunum. Loks er rétt að geta þess að í nafninu Karlamagnús er síðari
liður ávallt bundinn, en fyrri liðurinn ritaður karlla- í 1. 71, og er leyst
úr böndum annars staðar samkvæmt því. -— 1 hornklofum standa eyðu-
14