Skírnir - 01.01.1952, Page 219
Skirnir
Skiimblað úr Karlamagnús sögu
213
Enn fremur eru þrjú dæmi þar sem B stendur með skinnblaðinu gegn b
(lesháttur skinnblaðsins og B á undan tvípunkti): 25 Hui: hjer, 60 edr
(eda B)-. ok, 78 med: ok. Hér er vafalaust um villur að ræða í b. —
Loks hafa handritin sitt hvert á þessum stöðum: 27 en: ok b, — B; 49
endimi: tidindi b, odemi B.
Dæmin þar sem skinnblaðið og b standa saman gegn B eru bæði miklu
fleiri (rösklega 30) og texti þeirra er yfirleitt betri, svo að enginn vafi
er á að textinn í b er náskyldur skinnblaðinu. Hins vegar virðast dæmin
um sameiginlega leshætti í b og B gegn skinnblaðinu benda á millilið
milli þeirra beggja og skinnblaðsins, og mætti hugsa sér skyldleikann á
þessa leið:
Skinnbl.
I
X
b y
i
B
Liðirnir x og y tákna glötuð handrit. Að B sé einnig frá skinnblaðinu
runnið, en ekki t. d. frá systurhandriti þess, má styðja enn frekara með
því að benda á lesháttinn í 1. 11: „Nu fær Agulando hofudit", sem er
eins í öllum þremur handritum, en er greinilega villa fyrir „Nú fær
hann (eða Karlamagnús) Agulando" o. s. frv.
Rétt er að taka fram að þessar niðurstöður gilda að sjálfsögðu aðeins
um þann kafla sem á skinnblaðinu er. Nánari samanburður handritanna
b og B getur ef til vill leitt í ljós að málið sé flóknara en þessi athugun
gefur tilefni til að ætla.
Þó að skinnblaðið í Þjóðminjasafni láti ekki mikið yfir sér, sést á
því sem nú hefur verið sagt að það færir okkur nokkra vitneskju um
textasögu Karlamagnús sögu, sem ekki verður fengin úr útgáfu Ungers:
1) B-gerð sögunnar er að minnsta kosti eldri en skinnblaðið, því að engar
likur eru til þess að það sé úr frumriti B-gerðar. 2) Bæði handritin, b
og B, virðast runnin frá skinnbókinni sem blaðið er úr; textinn er skemmra
kominn frá forriti og réttari í uppskrift Ketils Jörundssonar (b), og væri
því eðlilegra að nota hana sem aðalhandrit gerðarinnar í útgáfu. 3) Orða-
muninum úr b í útgáfu Ungers er ekki að treysta, og lakari leshættir úr
B bersýnilega oft teknir i texta án þess að getið sé um hvað í b stendur.