Skírnir - 01.01.1952, Page 220
ÁRNI BÖÐVARSSON:
VIÐAUKI
við Þátt um málfræðistörf Eggerts Ölafssonar
í CXXV. árgangi Skírnis, 1951.
Allagutu —■ alla götu.
1 4. grein þáttarins var getið um það, þegar Eggert leiðréttir alla gutu
í alla götu. Nú hefur Jakob Benediktsson cand. mag. bent mér á miklu
eldri dæmi breytingarinnar ö > u í Historíu pínunnar og dauðans eftir
Johannes Bugenhagen, er Oddur Gottskálksson þýddi 1545, en prentuð var
1558. Þar stendur (U IV v): „at suo langt var fjallit oliueti burt fra
Ierusalem / sem hæfiligt .... var at ganga a þuottdeiginum / þat er /
at þat var allagutu hia.“
1 Guðbrandsbiblíu (1584) stendur (Job. 37, 19): „vier kunnum ecke
ad naa alla gutu þangad fyrer Myrkrenu".
Hins vegar er myndin götu notuð stundum á þessum tima, svo sem í
Húspostillu Gísla Þorlákssonar (1667—70). „Þeir eru hier þui nær alla
gatu uppvnder Betlehems stad.“ (I Q III r).
Páll Bjarnason, Unnarsholti í Árnessýslu, yrkir svo um 1660—70 í
Ambáles rimum, IX, 2:
„Gulnefs fjöðrum aftan undan, um það getur,
að sumum hafi hlotnazt hlutur,
hvörjir að stóðu út allar gutur.“
Hér er orðmyndin gutu komin úr afleiddu merkingunni allagutu (= alveg)
yfir í frummerkinguna bókstaflegu, en í handritinu stendur á þessum
stað alla gutur, ef til vill áhrif frá allagutu.
au — ey.
6. grein þáttarins er um ou-framburð eldri samtímamanna Eggerts á
bæjarnafninu Reykjaholt í Borgarfirði. Nú hefur komið upp úr kafinu,
að þessi eða svipaður framburður er enn tíðkaður í námunda við Reykja-
fjörö á Ströndum. Ég hef ekki heyrt hann sjálfur, en hef hann eftir
mörgum traustum heimildum. Hann er þar þó ekki [röy :gJafjörðn r], held-
ur [roi:g;afjörðYr].
1 niðurlagi 10. greinar hefði ekki verið úr vegi að minna á framburð-
inn œnk í kvenmannsnafninu Ranka, sem er þá framborið [raiok^a]. Sá
framburður þekkist a. m. k. sums staðar norðanlands.