Skírnir - 01.01.1952, Page 223
Skímir
Eyðufylling
217
merkileg lýsing Norðurlanda, þar á meðal er athyglisverð frásögn af Is-
landi. Er þar rituð við athugagrein, sem eigi þykir ástæða að tortryggja,
að Adam hafi sjálfur skráð (nr. 156, sjá útgáfu Schmeidlers, bls. 273 og xli).
Orð þau, sem hér ræðir um, eru þessi: „Apud illos non est rex, nisi.tantum
lex . . .“, þ. e.: Með þeim er enginn konungur nema aðeins lögin.
Eittlivað 140 árum síðar skrifar danski sagnaritarinn Saxo Grammaticus
formála Danasögu sinnar (Gesta Danorum). Getur hann þar heimilda sinna
og kveðst hafa stuðzt við miklar frásagnir Islendinga. Verður það honum
tilefni til að lýsa bæði landi og þjóð. Svo kynlega ber við, að þar koma
fram hugmyndir, sem mjög minna á þau orð Demaratosar, hversu Grikkir
hafi sigrað fátækt lands síns með manndómi, svo að hún varð uppspretta
menntar. Saxo farast orð á þessa leið:
„Nec Tylensium industria silentis ohlitteranda: qui cum oh nativam soli
sterilitatem luxuriæ nutrimentis carentes officia continuæ sobrietatis exer-
ceant omniaque vitæ momenta ad excolendam alienorum operum notitiam
conferre soleant, inopiam ingenio pensant . . .“
Það er á íslenzku: „Eigi skal iðni Islendinga liggja í þagnargildi. Vegna
ófrjósemi ættjarðar sinnar eru þeir lausir við ofnautn, iðka jafnan hófsemi
og verja löngum hverri stund lífsins tii að víðfrægja afrek annarra, láta
mannvitiS vega upp fátœktina(Þýðing Guðmundar Finnbogasonar.)
Ekki veit ég, hvort slóðir verða raktar frá þeim Saxo og Adam til Heró-
dóts, og læt ég mér það i léttu rúmi liggja. Hitt þykir mér skemmtilegt og
merkilegt, að þessir útlendu menn hafa um Islendinga svipuð orð og Heró-
dót segir, að Demaratos hafði um landa sína.
E. 0. S.