Skírnir - 01.01.1952, Page 224
RITFREGNXR
GuSmundur BöSvarsson: Kristallinn í liylnum. Heimskringla,
Reykjavik 1952.
Ef ég ætti að segja, hvað einkenndi þessi ljóð, væri það sérstaklega
tryggð við uppruna og óðal, bernskustöðvar og föðurland, mold og menn,
hugsjónir, frelsi og hörpu. Þessi eiginleiki gengur eins og rauður þráður
gegnum ljóðin, um hvað sem þau svo fjalla. Sum þeirra eru létt og fleyg,
önnur nokkuð torræð og táknræn. Efnið er fjölþætt, en samræmt um leið.
Guðmundur Böðvarsson er alltaf sjálfum sér samkvæmur, þjóðlegur, en
víðsýnn þó, fastheldinn, en frjálslyndur jafnframt. Tök hans þekkjast
alltaf, þrátt fyrir ýmis tilbrigði, og hafa ef til vill aldrei verið eins sér-
stæð og nú.
Því til sönnunar má taka sem dæmi Tvo mansöngva úr þessari bók.
Sýna þeir mörgu betur orðsnilld skáldsins og ást á „list og fræðum fagur-
kvæða“, eins og hann kemst að orði í einni vísunni. Önnur þeirra er á
þessa leið:
Grimmur heimur hlær og lokkar
heiðar- feiminn álf.
En hver mun geyma arfinn okkar
ef við gleymum sjálf?
1 þessum mansöngvum er hver visan annarri ágætari. Og spyrja má: Hví
yrkir skáldið ekki rímur? Væri honum ekki til þess trúandi að endurvekja
þá fomu list?
Annað fyrirtakskvæði, sem lýsir mætavel þjóðlegu Islendingsviðhorfi
skáldsins og djarfmannlegri bersögli, er 1 Bifröst. Það er þrungið trega-
blöndnum söknuði og þökk fyrir hið liðna, en jafnframt viðvörun og eggj-
un, sem er spámanni samboðin:
—■ Nú líður að Jónsmessu. Lautin hans Þorsteins mun grænka
og léttstígar suðrænu bárur flykkjast að sandi.
Og landið mun gróa, — og vona að þið standið á verði
og vona að ennþá lifi Hvítbláins andi.
— Ef æskan bregzt þeirri ættjörð sem henni var gefin
er ekkert í heiminum til sem bjargar því landi.