Skírnir - 01.01.1952, Síða 225
Skímir
Ritfregnir
219
Náskyld að efni og blœ eru t. d. kvæðin Gróðursetning og Of seint, bæði
prýðisgóð og unnin til fullrar hlítar, einföld og blátt áfram og eiga erindi
til allra. Gróðursetning er ávarp til hinna ungu, fögur orð í tima töluð.
En Of seint felur í sér söknuð eftir samferðamann og sjálfsásökun fyrir
ógoldna skuld við hann — tilfinningar, sem flestir þekkja af eigin reynd,
en fæstir geta túlkað svona vel. Blindir menn er líka gott kvæði, ljóst og
hnitmiðað. 1 Morgunljóði frá Jöfu er æskuflug og hraði, frelsisást og fögn-
uður, svo að lesandinn hrífst með og verður gripinn ferskri gleði.
Sum kvæðin eru hins vegar dýpri og dulari. Og ekki eru þau öll jafn-
vel unnin. Játað skal, að ég skil ekki alls staðar, hvað skáldið er að fara.
Næst væri að segja, að nýjabrum valdi. En eigi verða allir baðmar fagrir
af brumi því. Gott er þó og sjálfsagt, að leitað sé á brattann og könnuð
áður óþekkt einstigi. Vanheppnaðar tilraunir spilla heldur engu, ef menn
komast óskemmdir yfir klungrin, atta sig i myrkviðnum og finna rétta
leið. Og Guðmundur Böðvarsson missir ekki áttirnar, þegar til lengdar
lætur. Enn hefur hann vaxið af þessari bók. I>að sést ekki sízt af tveim
kvæðum, sem nú skulu nefnd. Þau heita Öxin og Kvöld í smiðju.
öxin er snilldarkvæði, djúpt að hugsun, frumlegt að efni og meðferð,
mannlegt, satt og fullkomlega mótað. Skáldinu verður að yrkisefni gleymd,
ryðbrunnin öxi, gamall safngripur, sem talar sínu máli, segir átakanlega
sögu bandingja, er bíður dauða sins í ógn og skelfingu næturinnar, en
setur einu von sína á undrið, stjörnuna, sem gæti skinið inn um skjá í
rjáfrinu. Þá skyldi hann bjargast. Mannlegri kvöl og eymd er lýst af
sjaldgæfri dýpt, samúð og nærfærni. Kvæðið er sérstæðs, en almenns efnis
um leið, innblásið af skáldlegri sýn og skilningi á þvi einstaka, en heim-
fært til hins algilda, sem getur átt jafnt við mig og þig:
Og skelfing dauðans, mögnuð myrkri list,
sem mara hug minn tróð,
mín erfðafylgja um aldalangan veg
frá ofurseldri þjóð,
úr dimmum fjarska heyrði eg hróp mín sjálfs:
0, herra, það var ég.
Og síðan oft er einn ég vaki um nótt,
ég upp til himins lít,
ef stjörnublóm í bláum depli skín
með blöðin silfurhvít,
og sál mín spyr í angist eins og þá:
0, ert þú stjarnan mín?
Svona kveða ekki nema fáir útvaldir.
En þótt öxin sé, að minum dómi, eitt mesta listaverkið í bókinni, mætti
siðasta kvæði hennar, Kvöld í smiðju, ekki frekar missast. Það sýnir svo
vel hug skáldsins, bragarsmiðsins, vonbrigði og baráttu gegn efa og erfiði,