Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 226
220
Ritfregnir
Skirnir
hógværð og hollustu við köllun sína, dís lifs hans, gyðju ljóss og ljóðs.
Þar sættir smiðurinn sig við það, sem áfátt er furðuverki draumsins, sé
unnið „í þágu lífs og friðar“,
þó djásn vort heimti eilífð til að þróast.
Og tilraun vor til sigurs
skal endurtakast æ
þó aldaraðir verði að hverfa og sóast.
Svo vinnist þér á morgun
það sem vannst ei mér í dag.
— Það verða skal að lokum hinzta kveðjan,
er kyrrist um í smiðju
og kemur sólarlag
og kulnað sindur liggur kringum steðjann.
Hér gefur hann oss líka gott fordæmi og örvunarorð, hvar sem vér stönd-
um.
Þannig leggur þessi völundur síðustu hönd á „smíðisgripinn svarta",
heitan úr aflinum, öðru nafni Kristalinn í hylnum, sem hann hefur slipað
á alla fleti, en segist þó ekki hafa snert, aðeins litið augum og þráð. Af
lítillæti er það sagt. Á móti því virðast líka mæla staðreyndir. Nær sanni
mundi að álykta, að skáldið hafi kafað eftir honum til botns. Og sálubót
hefur verið að fylgja honum ofan í það djúp.
Þóroddur GuSmundsson.
Snorri Hjartarson: Á GnitaheiSi. Heimskringla, Reykjavík 1952.
Þetta er ekki stór ljóðabók að blaðsíðutali eða linufjölda og sízt fallin
til hraðlestrar í ys og þys. Lestur hennar krefst næðis og gaumgæfni.
Sums staðar er hugsunin óljóst orðuð, klædd dulúðugum búningi. Eigi
þarf það þó að draga úr gildi bókarinnar, síður en svo. Hún vinnur við
nánari kynningu eins og landslag, sem lumar á fjölbreytni: leyndum
hvömmum í skjóli ása og hjalla, földum lækjum milli grasi vaxinna
bakka, feimnum tjörnum, sem dyljast, laufföldum gjótum í hrauni. Við
allt þetta er eitthvað notalegt og hlýtt, vafið ljósi og yl, eins og þegar
myrkur eða þoka flýr komandi sól að morgni dags í kyrrð og ró.
Yfir skáldinu hvílir þó engin værð. Honum er meira niðri fyrir en
svo. Uggur viðsjálla tíma, hugsunin um striðandi lif og þjakað frelsi líður
honum nærri hjarta. Hann þjáist með þeim, sem nærri er höggvið, hvort
heldur það eru hraktir fuglar á heiði eða litil þjóð, sem á i vök að verjast.
Hann eggjar oss lögeggjan að vaka á verði og slá skjaldborg um fjöregg
vort: frelsið. Stundum verða þessar hvatningar á kostnað listarinnar. Endra-
nær gæðir ættjarðarást skáldsins ljóð þess lífi og hita. f upphafi ljóðsins
Marz 1949, eins hins bezta í bókinni, segir skáldið: