Skírnir - 01.01.1952, Síða 228
222
Ritfregnir
Skírnir
háttbundnari. Með því er engan veginn sagt, að ljóð Snorra Hjartarsonar
í lausu máli séu ómerkileg, því siður einskis virði. En sum þeirra brestur
þá hnitmiðun og samanþjöppun efnis, sem rimuð ljóð hans eru gædd.
Undantekning frá þessu er þó t. d. ljóðið Við ána, sem vantar endarim,
en er hins vegar stuðlað. Það er töfraóður liðinna atburða, horfins lifs
og óveðra á heiðinni, þar sem fjár er leitað og teflt á tvær hættur. Svipuðu
máli gegnir um lengsta ljóð bókarinnar og eitt hið mesta að efni og gæð-
um, 1 Eyvindarkofaveri. Fjallar það um útlagann alkunna og viðhorf hugs-
andi nútimamanns til sögu hans og ógnum þrunginna örlaga. Þetta áhrifa-
mikla ljóð endar í bjartri útsýn til framtíðarinnar.
Vitaskuld eru ljóð þessi ærið misgóð, sem vikið hefur verið að. Um það,
sem áfátt er, skal þó ekki fjölyrt, enda eigi til lýta á bókinni í heild.
Mennina og verk þeirra ber að meta eftir því bezta, sem þeir gera og í
þeim er fólgið. Lægðir og dalir þurfa líka að vera til þess að mynda
stormahlé í landi, svo að fjöll þess og aðrar tignir njóti sín. Þvílíkir tindar
eru á Gnitaheiði. Vegna þeirra sérstaklega er lika hollt og hressandi að
bregða sér þangað upp eftir neðan af flatneskjunni.
Þóroddur Guómundsson.
SigurSur Einarsson: Yndi unaðsstunda. Helgafell, Reykjavik 1952.
Margur gæti haft ástæðu til að öfunda Sigurð Einarsson af því æsku-
hugrekki og fjöri, sem víða birtist í þessum ljóðum hans. Hverja af annarri
dregur hann myndirnar upp úr hirzlu minninganna, hjúpaðar bláma
hæfilegrar fjarlægðar, og gæðir þær lífi og litum ímyndunarafls sins.
Ævintýri hans eru ekki lengra frá en svo, að lesandanum finnst þau hafi
gerzt í gær eða fyrradag og skáldið sé þess albúið að endurtaka þau í
dag eða á morgun.
Þannig er Kveðjustef til æsku minnar bráðskemmtilegt kvæði og
þrungið gleði og karlmennsku. Þrjár síðustu vísur þess eru svona:
Þótt á mér sjái ellimörkin senn
og ttlfgrá verði brátt mín dökka skör,
þá vittu, að ég er til í tómi enn
að taka slag úr okkar gömlu vör.
Og láta gnoð við léttra hlátra blæ
og ljósar veigar taka fleygiskrið
um heillar nætur víðan vökusæ,
unz vitar fölna og dagur skín á mið.
Þar blánar ennþá okkar furðuströnd
með árdagssól um jökultröfin hrein
og nýfætt vor í ljóma um höf og lönd
og ljóð í hverri bunu og skógargrein.