Skírnir - 01.01.1952, Page 230
224
Ritfregnir
Skírnir
Þá eru og þrjú ljóð um látna konu þrungin angurljúfri fegurð og djúpum
trega, en mættu vera fáorðari. Þó er eitt þeirra, If. í röðinni, hnitmiðað
og heilsteypt.
Samt finnst mér ekkert ljóðanna ort af svo snurðulausri list sem
Kvæðið um Súí-Sú. Uppistaða þess mun vera kínversk, en það gæti verið
þjóðvísa allra landa: draumur um hamingju, sem aldrei rætist. Með
hjartað sjúkt af þrá bíður unga stúlkan á bakka fljótsins ástvinar sins,
Lúí-Laí, sem kemur í ferju sinni með brúnu segli eftir ánni:
En brúni vængurinn berst framhjá hæðum og ásum,
og bráðum hnígur miskunnsamt rökkur á.
f jasmínulundinum litla Súí-Sú grætur
Lúí-Lai, sem kom og er farinn hjá.
Þetta stutta kvæði þolir, að það sé lesið oft, og skilur eftir seiðmögnuð
áhrif eins og litauðugt málverk, sem dregur að sér athygli áhorfandans
hvað eftir annað. Hér er ekkert of eða van, engra breytinga þörf.
Vera má þó, að táknrænasta kvæðið um viðhorf skáldsins til lifs og
listar sé Sex erindi um konu. Djarflega og hispurslaust birtir skáldið þar
í glampandi ljósi einn dulasta þátt mannlegs eðlis, afhjúpaðan í nekt sinni.
Er hann hefur rakið skapavef horfinna minninga og vottað hollustu sína,
bindur hann enda á ljóðið með þessu erindi:
Svo skrýtin eru örlög
bæði vináttu og vona,
því vængjaþyt hins óvænta
ber svipalt hjá og skjótt.
En svo undarlegan feril
kemst ekki nema kona
— og ekki nema kona,
sem við missum nógu fljótt.
Svo hverfult er yndi unaðsstunda, sem næturkyndlar varpi bjarma á
reyk frá arni eða sólin gylli ský morgunsins. Mætti vera ljúft og skylt að
þakka það, enda þótt skammvinnt sé —- og ef til vill ekki sizt af þeim
sökum. Þenna boðskap flytur skáldið á skemmtilegan og listrænan hátt,
ef ég skil hann rétt. Það er eigi aðeins viðurkenningar vert, heldur gefur
það bókinni, ásamt öðru, varanlegt gildi.
Þóroddur GuSmundsson.
Sýnisbók íslenzkra rímna frá upphafi rímnakveðskapar til loka nítj-
ándu aldar. Valið hefur Sir William A. Craigie. Þrjú bindi. Thomas Nel-
son and Sons Ltd. og h.f. Leiftur. London og Reykjavík, 1952.
Sir William gerir þá grein fyrir bóldnni, að markmið hennar sé „að
gera það mögulegt íslenzkum lesendum og erlendum að öðlast hugmynd