Skírnir - 01.01.1952, Page 231
Skírnir
Ritfregnir
225
um uppruna, einkenni og sögu rímna yfirleitt með nægilegum dæmum til
Jiess að sýna ýmsar gerðir þeirra, yrkisefni og bragarhætti á þeim tima-
bilum, sem hentugast er að skipta sögu þeirra í“. Hann skiptir sögu ís-
lenzkra rimna til loka 19. aldar í þrjú timabil: fyrsta timabil frá upphafi
rimnakveðskapar (svo sem 1300—1360) til 1550, annað tímabil 1550—
1800, þriðja timabil 19. öldin. Hverju timabili er helgað eitt bindi bókar-
innar. Sérstakur inngangur er fyrir hverju bindi og ágrip hans á ensku
aftan við texta þess. Segir höf., að ágripin séu ætluð til hægðarauka þeirn
lesendum erlendum, sem skammt séu komnir í islenzku, en vera megi, að
þau verði ekki óvelkomin þeim Islendingum, er gera vilji samanburð á
þeim við hina fyllri texta á þeirra eigin tungu. Snæbjörn Jónsson hefur
þýtt formála og innganga á islenzku og einnig veitt ýmislegan annan
atbeina um útgáfu bókarinnar. Sir William getur þess, að þeir Snæbjörn
og Ölafur Bergmann forleggjari hafi upphaflega lagt fyrir sig þá hug-
mynd, að hún skyldi gerð.
1 inngöngunum ræðir höf. öll einkenni rímna, val og meðferð yrkis-
efna, mansöngva, bragarhætti og rimnamál. Um allt þetta ritar hann af
svo mikilli glöggskyggni, að furðu gegnir um erlendan mann, svo sér-
stæðar sem íslenzkar rímur eru og ólíkar skáldskap annarra þjóða. Inn-
gangarnir eru alþýðulestur, auðskilinn hverjum manni, en um leið svo
fullir af fróðleik, að lærðustu menn í íslenzkum bókmenntum mega af
þeim nema. Eins og titill bókarinnar ber með sér, lýkur rímnatextum
hennar um siðustu aldamót, en í inngangi þriðja bindis er þó getið rimna-
skálda á þessari öld og rímna eftir þau.
Eins og höf. tekur greinilega fram, er órofa samhengi í rimum frá
upphafi vega til vorra daga. Þó eru breytingar ekki litlar frá Einari Gils-
syni og höfundi Völsungsrimna fram til Sigurðar Breiðfjörðs, Bólu-Hjálm-
ars og höfundar Alþingisrímnanna, og er sú þróun glögglega sýnd í bók-
inni. Sýni úr mansöngum eru í hverju bindi prentuð sér í lagi, til þess að
hin einkennilega þróun þeirra komi sem bezt fram.
I fyrsta bindi, sem fjallar um rímur fyrir siðaskipti, eru svo að segja
eingöngu sýni úr prentuðum rimum, enda er meirihluti miðaldarímna
kominn á prent og erfitt að fá til afnota á Englandi góð handrit þeirra,
sem óprentaðar eru. Telja má víst, að valin hefðu verið sýni úr Vilmundar-
rímum eldri, ef tiltækar væru á prenti. Þær marka spor í þróunarferli
rímna og vísa að sumu leyti i áttina til þeirra tímamóta, sem verða í
rímnakveðskap á síðara hluta 16. aldar. Um aldur þessara Vilmundar-
rimna virðist skoðun Páls Eggerts Ólasonar hafa við rök að styðjast.
Annað bindi sýnisbókarinnar fjallar um timabilið 1550—1800. Vmsar
rimur frá því timabili eru til á prenti, en langtum fleiri eru óprentaðar.
I þessu bindi er tiltölulega mikið úr prentuðum rimum, en einnig margt
úr óprentuðum, enda eru í þeirra tölu rímur þeirra skálda, sem hófu nýja
öld rímnakveðskapar á síðara hluta 16. aldar. Að sjálfsögðu eru sýni úr
rimum þeirra allra, og skal sérstaklega bent á fjórðu rímu í Vilmundar-
15