Skírnir - 01.01.1952, Side 232
226
Ritfregnir
Skírnir
rimum Halls Magnússonar. Hún hefur við sig miðaldatöfra, en þeir munu
hverfa úr rímum upp úr aldamótunum 1600, enda var hin ríka dýrleika-
stefna, sem einkennir þetta tímabil, af öðrum anda. Mest rúm í þessu
bindi fær Guðmundur Bergþórsson, enda mun hann vera afkastamestur
allra rimnaskélda. Árna Böðvarssyni eru að maklegleikum gerð góð skil.
Hann fann fleiri bragarhætti en nokkurt annað rímnaskáld, og standa
rímnaskáld 19. aldar á herðum hans, enda taldi Sigurður Breiðfjörð sig
arftaka Árna. Flest þeirra skálda, sem hér koma fram, eru nafnfræg. Þó
mun eitt þeirra, Gunnar Ölafsson, fáum kunnugt, enda hafa rimur eftir
hann ekki komizt á prent. Hann var uppi á 18. og 19. öld, bjó í Garði
suður, og telur Páll Eggert Ólason í Islenzkum æviskrám tíu rímnaflokka
eftir hann. Sýni eru úr biblíurímum eftir síra Jón Bjarnason á Presthól-
um, sem prentaðar voru í Vísnabók 1612. Sir William fylgir þeirri skoðun
Páls Eggerts Ölasonar, að biblíurimurnar í Vísnabók séu allar eftir síra
Jón. Rutarrímur munu þó ekki vera eftir hann. Þær eru ortar „í austur-
sveitum“, en þar átti síra Jón aldrei heima. Aftur á móti var síra Einar
Sigurðsson prestur að Heydölum austur síðustu áratugi ævi sinnar, og
blær Rutarrimna minnir á hina mildu kennimennsku í ljóðum hans. Villa
er það, að telja Björn Sturluson til 18. aldar skálda. Hann var uppi 1559
—1621. Síra Eiríki Hallssyni eru eignuð erindi úr 15. og 18. rimu í
Hrólfs rímum kraka, en hann orti aðeins 11 fyrstu rimurnar. Hinar eru
eftir Þorvald Magnússon. Við sýnin úr Úlfarsrimum stendur, að fyrri
hluti þeirra, sem er eftir Þorlák sýslumann Guðbrandsson, sé ortur fyrir
1746. Hér hefði mátt kveða nánar að orði. Þorlákur dó frá Úlfarsrímum
í stóru bólu 1707.
Þriðja bindi fjallar um rímur og rímnaskáld á 19. öld. Á fyrra hluta
þeirrar aldar kvað mesta rímnaskáld að fornu og nýju, Sigurður Breið-
fjörð. Úr rímum hans eru mörg góð sýni, svo sem hin glæsilega lýsing á
Gunnari og Hallgerði, er þau hittast á alþingi. Siðast í sömu rimu er
þetta erindi, sem margir munu þekkja, en færri vita, að sé úr rímum:
Það er vandi að velja sér
víf i standi þrifa,
en ólénsfjandi, ef illa fer,
í því bandi að lifa.
1 rímum Sigurðar er fjöldi erinda, sem orðið hafa landfleygar lausavísur.
Yfirburðir hans yfir önnur rímnaskáld koma bezt fram í þessu, og þetta
sýnir líka skyldleika hans við öndvegisskáld hins nýja tima. Margur mun
sakna þess, að ekki eru sýni úr Númarímum, sem þó er hælt að makleg-
leikum í inngangi bindisins. Líklega hefur þótt minni þörf á því að birta
kafla úr þeim, þar sem þær eru til i mjög vandaðri útgáfu frá 1937.
Sýnd er mestöll Hjálmarskviða Sigurðar Bjarnasonar, og er það vel fallið,
svo mikilla vinsælda sem hún naut um langt skeið. Einnig eru sýni úr
Hjálmarsrímum Hallgrims Jónssonar um sama efni. Það er merkilegt,