Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 233
Skírnir
Ritfregnir
22 7
hversu mörg skáld á 19. öld ortu út af hinni ramfomu ástasögu Hjálmars
hugumstóra og Ingibjargar. Kraftmikið tungutak Bólu-Hjálmars kemur
vel fram í sjöttu Hjaðningarímu.
Eins og höf. tekur fram, er tiltölulega mikið af 19. aldar rímum prent-
að, enda eru sýnin i þriðja bindi að mestu leyti úr prentuðum rimum.
Þó er einnig töluvert úr óprentuðum rimum, m. a. eftir Jón Espólín. Sum
þeirra skálda, sem sýni eru eftir í þessu bindi, munu lítt kunn, jafnvel
rímnafróðum mönnum.
Af rimum ortum fyrir 1600 er meira óprentað en talið er í formála
þriðja bindis.
í inngöngum bókarinnar eru nokkurar miður viðfelldnar orðmyndir.
Mesti galli hennar og sá eini, sem skiptir verulegu máli, eru prentvillur,
sem þvi miður óprýða hana.
Að lokum votta ég Sir William beztu þakkir fyrir þessa merku bók.
Björn K. Þórólfsson.
LEIKRIT ÁRSINS.
Helgi Valtýsson: Jónsmessunótt, ævintýrasjónleikur í tveimur þátt-
um. Bókaútgáfan Norðri, Ak. 1951.
Hér kemur lítið kver að norðan í hreinum, hvítum spjöldum og segist
vera ævintýra-sjónleikur. Mér hefur skotizt yfir það í fyrra, og þess vegna
verður það hér samferða leikritum ársins 1952. Ef framan á þessari
smekklega útgefnu litlu hók hefði aðeins staðið eitthvað annað en „ævin-
týra-sjónleikur“, til að mynda „hugleiðingar í samtölum og ljóðum“ eða
jafnvel „sýningar með samtölum, ljóðum og dönsum", þá hefði maður ekki
fengið af sér að segja hnjóðsyrði um hvítvoðunginn norðlenzka. En hér
stendur: sjónleikur.
Sjónleikur eða „drama“ er það form bókmenntanna, sem hvorki er ljóð-
ræna eða frásögn, heldur athöfn. Þess vegna er orðið „drama“ i útlendum
málum táknað hér með orðinu sjónleikur. Þetta er undirstöðuatriði, og
yfirbyggingin er jafn-einföld. Engin athöfn án geranda. Persónur leiksins
eru gerendur, fyrir mér mega þær vera úr dýraríkinu, áður voru nokkrar
reglur um það, hvaðan velja bæri persónur í leik. En gerendur í leik mega
aðeins ekki hafa einn eiginleika: þeir mega ekki vera leiðinlegir. Þeir
verða að vekja áhuga þess, sem horfir á, samúð eða andúð. Nú er fullt
af leiðinlegum mönnum i lífinu, en reynið að lýsa svona durt á leiksviði,
og hann getur orðið bráðskemmtilegur; eins er vísast, að skemmtilegasta
fólk, sem maður þekkir, með þægilegustu umgengnisvenjum og vönduðu
hugarfari, verði hundleiðinlegt á leiksviði, ef því er lýst þar nákvæm-
lega eins og það er í daglega lífinu. Hér eru því áreiðanlega lögmál og
reglur, sem höfundur sjónleiks brýtur ekki sér að skaðlausu. Jú, lögmál
hins dramatíska samtals. Hvað er nú það? Sjá Ibsen og fornsögurnar, en
aðalatriðið er, að gerandi lifi í orðunum, en athöfn hans á orðunum o. s,
frv., o. s. frv.