Skírnir - 01.01.1952, Síða 235
Skirnir
Ritfregnir
229
Efnið, en það er um æskuástir, er líka með einkennilegum sjúkdóms-
roða. TVeir stúdentar ætla að bjarga hinum þriðja frá því að fara í hund-
ana með því að leiða til hans kvenmann. Stúlkan er 15 ára, nýfermd,
stúdentinn er sjúklega haldinn af ást á Mjöll úti á Fróni, allt fyrir það
reyndur kvennamaður, að sögn félaga sinna, en óttalegur Jósef, þegar á
hólminn er komið með Siggu, allt annarri stúlku. Lystisemdir hinnar ný-
fermdu stenzt hann líka, og eiginlega ekki að furða, þegar niðurlagsorð
hennar eru höfð i huga. Þau eru svona: Sólveig (smeðjulega): Danmörk
er fögur, Brandur. Komdu til Aa. Þú myndir ekki eiga gott með að slíta
þig þaðan aftur. (Brosið breikkar enn; ásjónan verður öll eins og hún sé
vellandi í lýsi.) Mjöll, sem er alls ekki persóna í leiknum, aðeins svipur,
sem birtist við hentugleika, og oftlega ávörpuð með tilheyrandi andvörp-
um, hefur loks sigrað.
Nú ber því alls ekki að neita, að semja megi leikrit um þetta efni, þó
að höfundi hafi mistekizt að færa það í viðhlítandi dramatiskan búning.
Honum verður fyrst og fremst til trafala endalaus mærð persónanna, og
þegar allt um þrýtur og jafnvel Kristján IV. er orðlaus, flyzt þessi mærð
yfir í þrotlausar leiktilsagnir, sem sumar hverjar orka tvímælis. Eða
hvernig ætti leikstjóri að fá leikara til að leika þetta bragð: Hann stekkur
á hana eins og krókódíll! Eða: Brandur hlær í augunum — hristist af
niðurbældum hlátri — enn hlæjandi í augunum — bælir aukið bros —
tekinn að skellihlæja — stillir hláturinn, sem þó sýður nú hálfu meir
niðri í honum; — allur þessi hlátur á tveimur blaðsíðum, 44—45.
Að ósekju mætti stytta þetta leikrit um %, og yrði samt nóg eftir til
að gera efninu skil, ekki að tala um, að þá færi veg allrar veraldar sægur
af aukapersónum, sem þarna eiga ekkert erindi nema það að flækjast
fyrir: Frú Helgesen, Hjálmar, Fonsi, Gormur, Gvendur, Sál, Belgon, svo
að einhverjar séu nefndar. Svo þyrfti höfundur að endurskoða afstöðu sína
til tækni leiksviðsins og gera upp við sig, hvað tilheyrir kvikmynd og
hennar heimi. Hafi hann svo orð Katrínar miklu í huga, þegar hann
beinir smásjánni að nýju að persónum sínum:
Eiginleikar og lyndiseinkunn, yfirskrift —
framkoma, undirskrift —-
útkoma, heppni, óheppni,
getur hann hent sú heppni að fá leikrit út úr öllu saman.
SigurSur Róbertsson: MaSurinn og húsiS. Leikrit í fimm þáttum.
Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar, Ak. 1952.
Hér er á ferðinni höfundur, sem veit hvað hann vill segja, út af fyrir
sig mikilvægt og góðs viti í leikritun, en hann er enn þá eins og
spilamaður, sem kann ekki að segja á spil, sem hann hefur á hendi. Efni
leiksins er húsnæðisvandamál ungra hjóna, staður: stórborg, gæti verið
Reykjavík, stefna höfundar: kommúnismi. Engin háspil, en mætti halda
laglega á spiluntun, sérstaklega hundunum í síðasta lit.