Skírnir - 01.01.1952, Page 237
Skírnir
Ritfregnir
231
um Islendinga svo sem í álögum, en mannsaugun eru auðsæ, og það skal
vera unnt að leysa það, og einmitt eins og það var í öndverðu.
E. Ó. S.
Gestural Origin of Language. Evidence from six „unrelated" lan-
guages. Tliree essays by Alexander Jóhannesson professor of Icelandic
languages and comparative philology in the University of Reykjavík. H.f.
Leiftur, Reykjavík 1952 (B. H. Blackwell Ltd., Oxford).
Eins og ráða má af titli bókar, fjallar hún um uppruna tungumála frá
bæjardyrum látæðiskenningarinnar. Formála ritar Cemal Enisoglu í
Trabzon, tyrkneskur málfræðingur. Hann ritar og bókarauka („Addenda
on Turkish").
Alexander Jóhannesson hefir hin síðari ár einbeitt kröftum sínum að
rannsókn á uppruna tungumála. Árið 1943 kom út fyrsta rit hans um
þetta efni, Um frumtungu Indógermana og frumheimkynni. Á árunum
1944—1950 birtust eftir hann fimm greinir um upprtma tungumála i
tímaritinu „Nature“. Árið 1949 gaf hann út bókina Origin of language,
og nú (1952) birtist bók sú, er að framan greinir.
Fyrsta ritgerðin í hinni nýju bók nefnist A New Aspect. Er þar í stuttu
máli gerð grein fyrir kenningum höfundar um uppruna tungumála. Tekur
hann fram, að vísindamenn greini verulega á um það, hve langt sé liðið,
síðan homo sapiens varð talandi. Sumir ætla, að liðin séu 100 þús. ár síðan,
og aðrir telja málið enn eldra. Þeir, sem aðhyllast þessar skoðanir, telja það
unnið fyrir gýg að ætla sér að ráða gátuna um uppruna málsins. Þess er
einnig getið, að fornleifafræðin sanni, að engar sýnilegar breytingar hafi
orðið á þróun mannsins síðustu 300 þús. árin. Höf. hyggur allt um það,
að yfirgnæfandi meirihluti orðaforða allra tungumála sé til þess að gera
ungur og bendir í því sambandi á það, að í nýútkominni bók sé akur-
yrkja talin aðeins 8 þús. ára.
Þróun tungumála kveður dr. Alexander hafa orðið í fjórum áföngum.
Frumstæðust og elzt eru viðbragSshljóS, en þau hafa svo til engin áhrif
haft á siðari þróun tungumála. Þá koma hlfóSgervingar. Áhrif þeirra eru
sýnu meiri, en þó óveruleg, ef miðað er við orðaforðann í heild. Þriðju
í röðinni eru látœSishljóS. Til þeirra telur höf. 50—60% orðaforðans eða
jafnvel meira eiga rætur að rekja í indógermönskum málum, semitískum
málum og kínversku. Kveður hann líklegt, að þessu sé eins háttað um
önnur tungumál, þótt þau hafi ekki enn verið rannsökuð frá þessu sjónar-
miði. Fjórða þróunarstigið er óhlutstœS orS, sem að skoðun höf. eiga ættir
sinar að rekja til hlutstœSra orða.
Látæðiskenningin gerir, eins og kunnugt er, ráð fyrir því, að hreyfing-
ar talfæra við myndun málhljóða séu stæling á tjáningarhreyfingum
likamans. Til þess að skýra þetta sjónarmið sýnir höf., hvernig hægt er
með talfærunum að líkja eftir því, sem er kringlótt, hvelft eða bogið.
Þetta kveður hann unnt með tvennum hætti: 1. með hreyfingu frá hálsi