Skírnir - 01.01.1952, Síða 238
232
Ritfregnir
Skirnir
eða uppgóm fram á við að vörum. Við þetta koma fram hljóðasamböndin
uppgómhljóð (kokhljóð) +sérhljóð + u (w) eða uppgómhljóð + sérhljóð +
varahljóð, 2. með hreyfingu frá hálsi eða uppgóm fram á við og upp á
við í r- eða 1-stellingu.
önnur ritgerðin nefnist The Sound Group Velar (Guttural)-\-Vowel
+ Labial in Six „Unrelated“ Languages.
1 þessari ritgerð birtir höf. niðurstöður á rannsóknum sínum á hljóða-
sambandinu uppgómhljóð (kokhljóð) + sérhljóð + varahljóð í sex óskyldum
málum. Málin, sem raunar eru sjö, en ekki sex, eru þessi: indógermanska,
hebreska (fulltrúi semitískra mála), fornkínverska, pólynesíska, tyrkneska,
grænlenzka og lappneska. Eftir merkingu skiptir höf. látæðisrótum af
þessu tæi í 5 flokka. Merkingarflokkarnir eru þessi:
I. Að eta, halda í munni sér, þrífa, innihalda, loka, þrýsta saman,
fullgera, Ijúka.
II. Boginn, hvelfdur, kringlóttur o. s. frv.
III. Langur, þunnur, boginn upp á við, æstur.
IV. Aðhylja.
V. Að skera.
Niðurstöður höfundar eru þessar: Af 85 indógermönskum rótum eru 64
látæðisrætur (um 74%). Af 166 hebreskum rótum eru 98 látæðisrætur
(um 59%). Af 107 fornkínverskum rótum eru 90 látæðisrætur (um 84%),
en auk þess eru fleiri kínverskar rætur teknar til meðferðar. 50 pólynes-
iskar og 72 tyrkneskar rætur af fyrr nefndri gerð telur höf. látæðisrætur.
Af 101 grænlenzkri rót eru 68 látæðisrætur og af 268 lappneskum orðum
eru 157 í samræmi við látæðiskenninguna. Af þessu yfirliti má marka,
að uppskeran hefur verið góð.
Þriðja ritgerðin nefnist The Double Origin of the Sounds l and r. 1
þessari ritgerð gerir höf. grein fyrir þeirri skoðun sinni, að l og r hafi
tvíþættan uppruna og tvenns konar hlutverki að gegna. Sum l og r eru
að skoðun höf. náttúruhljóð (hljóðgervingar), r er stæling titrandi hljóðs,
svo sem klórs, nudds, borhljóðs o. s. frv., en l er mýkra hljóð, sem táknar
fuglakvak, drjúpandi vatn og annað þess konar. Ræturnar, sem / og r
koma fyrir í, eru af þessum gerðum:
1) L+sérhljóð (+samhljóð).
2) Sérhljóð+1 eða samhljóð+sérhljóð+1.
3) R+sérhljóð (+samhljóð).
4) Sérhljóð+r eða samhljóð+sérhljóð+r.
Merkingar hljóðgervingsróta með l kveður höf. vera þessar:
I. Hljóðrætur.
II. Ljós, litur.
III. Vatn.
IV. Að sleikja.
V. Að vera gráðugur, þrífa, vilja.
VI. Að brjóta o. s. frv.