Skírnir - 01.01.1952, Qupperneq 240
234
Ritfregnir
Skírnir
Ólafur Lárusson: Eignaréttur, I. Hlaðbúð, Reykjavík 1950.
Dr. Ólafur Lárusson, prófessor, hefur nýlega gefið út ofangreint rit.
Er það einkum ritað sem kennslubók fyrir laganema, en auk þess er það
mikilvæg handbók öllum þeim, sem sýsla í réttarframkvæmdinni um það
mikilvæga réttarsvið, er bókin fjallar um. Ritið mun eiga sér langan að-
draganda. Það geymir fyrirlestra prófessorsins í eignarétti, svo sem þeir
hafa mótazt við kennsluna. En eignarétt eða hlutarétt mun próf. Ólafur
hafa kennt óslitið síðan 1919.
Prófessor Ólafur skiptir riti sínu í 15 kafla. 1 1. og 2. kafla eru rædd
ýms almenn atriði, er varða eignarétt. Þar er gerð grein fyrir efni eigna-
réttarins og stöðu í fræðikerfi lögfræðinnar. Eignaréttur er tiltölulega
nýtt heiti á þessari fræðigrein í norrænni lögfræði. Allt frá fyrstu ára-
tugum 19. aldarinnar hefur ein deild lögfræðinnar verið nefnd fjármuna-
réttur. Var þeirri grein skipt í tvo hluta, kröfurétt og hlutarétt. Þegar
kom fram á öldina, tóku réttarreglur um höfundarréttindi, réttindi til
auðkenna og önnur réttindi með óefnislegu réttarandlagi að ryðja sér til
rúms. Með þeirri réttarþróun hrundi að ýmsu leyti grundvöllur imdan
fjármunaréttinum í þeirri mynd, sem hann var, og a. m. k. var ekki eðli-
legt að ætla þeirri fræðigrein að fjalla um hinar nýju réttarreglur, sem
drepið var á. Þessu atriði sérstaklega hefur próf. Ólafur lýst rækilega í
háskólafyrirlestrinum „Straumhvörf í fjármunaréttinum“ (Samtið og saga,
I). Viðbrigði lögfræðinnar við þessari réttaiþróun urðu þau, að sérstakri
grein var fengið það verkefni að lýsa þessum nýju réttarreglum, og er
sú grein nefnd hugverkaréttur og auðkenna.
1 kjölfar þessara breytinga hófust síðan skoðanir eða stefnur, er drógu
í efa, að greiningin milli kröfuréttarins og hlutaréttarins ætti fræðilegan
rétt á sér. Danski prófessorinn Fr. Vinding Kruse varð einna fyrstur nor-
rænna höfunda til að hafna réttmæti þessa greinimunar. Höfuðrit hans
um það efni er Ejendomsretten, I—V, Kbh. 1929—33 (2. útg. 1945).
Vinding Kruse vill skipa kröfuréttindum og hlutaréttindum, ásamt rétt-
indum til hugverka og auðkenna, í einn flokk, eignarétt eða eignaréttindi,
og telur hagfelldast að ætla einni fræðigrein, eignarétti, það verkefni að
ræða öll þessi réttindi í samfelldu máli. Skoðanir Vindings Kruse um þetta
efni þóttu æðiróttækar ó sínum tíma, og voru undirtektir manna mjög
skiptar um þær. Má geta þess hér, að próf. Ólafur Lárusson var meðal
hinna fyrstu fræðimanna á Norðurlöndum, er léðu þessum nýju kenning-
um fylgi sitt, en um skeið mátti segja, að þær skoðanir nytu almennrar
viðurkenningar. Á síðustu árum hafa hins vegar allmargir horfið frá þeim,
ýmist algjörlega (svo sem Alf Ross) eða einstökum atriðum þeirra, einkum
því atriði, að skipa réttarreglunum um hugverk til eignaréttarins (Gösta
Eberstein, Ragnar Knoph, Hartvig Jacobsen).
1 riti próf. Ólafs kemur það fram, að hann fellst í höfuðdráttum á
niðurstöður Vindings Kruse um haldleysi þess að greina milli kröfuréttar
og hlutaréttar eða a. m. k. um að byggja jafnmikið á þeim mun og menn