Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 241
Skímir
Ritfregnir
235
hafa viljað gera (sbr. bls. 9), en hann telur þó (bls. 16), að ekki sé hag-
kvæmt að ræða þau eignaréttindi, sem horfa að því að veita rétthafanum
lögvarða heimild til að heimta greiðslu hjá tilteknum öðrum manni, í
sömu fræðigrein og önnur eignaréttindi. Er hann þeirrar skoðunar, að um
þessa deild eignaréttinda sé heppilegast að fjalla í sérstakri fræðigrein,
kröfurétti, sem sé þó raunverulega þáttur í eignarétti. En það eru hag-
kvæmisástæður einar, sem leiða til þeirra kerfishátta, en ekki fræðileg
nauðsyn, svo sem fyrr var talið. Höf. getur þess ekki berlega, hvort hann
telji bót að því að ræða réttarreglurnar um hugverk og auðkenni í eigna-
rétti. Hann fjallar um nokkra þætti í þessum réttarreglum í riti sínu
(sbr. t. d. bls. 21—2, 28—9, 77—8, 88—90, 104-9, 111, 166—8, 173, 229),
en ekki er þar fyrir að fara almennri greinargerð um efnið. Má því
vænta, að höf. telji réttarreglurnar um þetta efni eiga að sæta greinargerð
í sérstakri fræðigrein innan lögfræði, hugverkafræðinni. Samkvæmt þessu
verður efnið í riti próf. Ölafs talsvert frábrugðið þvi, sem er í riti Vindings
ICruse, og viðfangsefnin sjálf verða í höfuðdráttum svipuð og í eldri ritum
um hlutarétt (svo sem ritum Brandts, Torps, Scheels, Gjelsviks og Un-
déns).
Þegar inngangsþáttum lýkur, tekur höf. að ræða reglurnar um aðilja-
skipti af eignaréttindum (í 3. kafla), en í 4. kafla um takmörk eignarétt-
arins. 1 67. gr. er eignarétturinn lýstur friðheilagur með sömu orðunum
og stjórnbyltingarmennirnir frönsku friðlýstu hann. 1 raun réttri er þó
hin hátíðlega yfirlýsing 67. gr. aðeins hismi eitt — fagrar umbúðir, —
kjarninn er annar. Svo sem kunnugt er, hefir almenna lagasetningarvaldið
bæði hér á landi og í grannlöndunum sett fjölmörg lagaákvæði, er sníða
eignarráðum manna viss efnismörk, t.d. kveða á, með hvaða skilmálum
eigendum sé heimilt að neyta eignarréttinda sinna eða ráðstafa þeim.
Þegar eignarréttindum eru settar slíkar takmarkanir, verður það jafnan
rannsóknarefni, hvort eigendum sé skylt að þola höftin bótalaust, þ. e.
hvort takmarkanirnar feli í sér eignamám eða ekki. Höf. reisir skilin
milli þessa tvenns, bótaskyldu og bótaleysu, á því fyrst og fremst, hversu
almenn takmörkunin sé. Ef takmörkunin hitnar á öllum eigendum, er
jafnt stendur á fyrir, ris yfirleitt ekki bótaskylda. Þegar höftin eru hins
vegar þannig vaxin, að þau koma aðeins við tiltekinn hóp eigenda, sem
eins stendur á um, baka þau yfirleitt bótaskyldu. Um þetta efni hafa
komið fram ýmsar aðrar skoðanir á síðari tímum (svo sem skoðanir þeirra
Knophs, Illums, A. Vindings Kruse og E. Andersens), en niðurstöður höf.
eru í samræmi við íslenzka dóma um efnið og viðurkenndar skoðanir hér
á landi.
Um eignarnám, heimildir og bótareglur, er fjallað mjög rækilega. Er
skoðun höf. sú, að nokkur fyrirmæli laga fái ekki samrýmzt 67. gr. stj.-
skr. (sbr. bls. 116 og 32—3). Á bls. 34, þar sem þess er getið, hvenær
eignarnámsbætur verði gjaldkræfar, sakna ég ívitnunar í hrd. 8:492 (sem
þó er greindur á öðrum stað í ritinu).