Skírnir - 01.01.1952, Page 242
236
Ritfregnir
Skírnir
1 lok 4. kafla ræðir höf. það vandasama élitaefni, hvort atvinnuréttindi
manna njóti verndar 67. gr. stj.skr. Telur höf., að þau atvinnuréttindi,
sem hvíli é sérstökum grundvelli, svo sem samningi við ríkisvaldið eða
sérleyfi, séu varin af 67. gr., en önnur ekki. Á móti norrænna lögfræðinga
1937 var efni þetta til umræðu, einkum sú spurning, hvort eigendur
atvinnufyrirtækja ættu bótarétt, þegar ríkið kæmi á einkasölu á tilteknu
sviði og rýmdi þannig út atvinnufyrirtækjum einstaklinga. Voru skoðanir
manna mjög skiptar um það, hvort bótagrundvöllur væri fyrir hendi.
Býst ég við því, að flestir lögfræðingar muni geta samsinnt próf. Ólafi
um niðurstöður hans, enda er greinargerð hans ákaflega traust og vönduð
— og sannfærandi. Höf. fjallar ekki í þessum þætti um það, hvort skatt-
fríðindi (skattundanþágur) séu varin af ákvæðum 67. gr. stj.skr. En um
það efni hefir hann ritað ékaflega ljósa og greinargóða grein í timaritið
Olfljót, II. árg., 4. tbl., 1948.
I S. kafla er greinargerð um fasteignir, hvaða eignir teljist til fasteigna
og hvaða sérreglur gildi um þær.
1 6. kafla er rætt um sameignir. Er það hugtak notað í mjög víðtækri
merkingu orðsins, svo að það tekur til allra þeirra tilvika, þar sem fleiri
menn en einn eru aðiljar að sömu eign, þó svo, að ekki telst það sameign,
er einn aðili á beinan eignarétt að eign, en annar óbeinan. Verða þá fyrir
geysilega margvísleg sameignarform. Vmist hagar svo til, að fleiri menn
en einn eru í senn virkir eigendur muna eða hitt, að tiltekinn maður er
virkur eigandi munar, en annar væntanlegur, sbr. t. d. forkaupsréttur,
kaupréttur, óðalsréttur o. fl. Er greinargerðin um þessi efni mjög rækileg,
og eru þess þegar merki, að hún hafi haft áhrif á dómsúrlausnir hér á
landi. Sameign er feikilega raunhæft réttaratriði hér á landi nú um
stundir, og má vænta margs konar málaferla út af því á næstunni, þar eð
víða geisar ófriður milli sameigenda.
í 7. kafla er rætt um upphaf eignaréttar. Er þar greint milli þess, að
eignaréttur stofnist fyrir nám og framleiðslu, svo sem titt er i fræðiritum
um efnið. 1 þættinum um nám er m. a. fjallað um það mikilvæga álita-
efni, hvort mönnum sé frjálst að slá eign sinni á einstök landsvæði inni
á hálendinu, sem eru utan afrétta og enginn einstaklingur getur leitt
heimildir að, og ennfremur eigendalaus landsvæði í byggð. Höf. hafnar
því, að mönnum sé slíkt landnám frjálst. „Eftir því, sem stöðu ríkisvalds-
ins er háttað nú á tímum, virðist eðlilegast, að rikið sé aðili þessara rétt-
inda, enda er sú regla rikjandi í rétti annarra þjóða.“ Annars er höfuð-
nauðsyn á því, að rannsókn fari fram á því, hvernig til hagi um eignarétt
að einstökum landsvæðum upp af byggðinni, og yrði sú rannsókn síðan
höfð til hliðsjónar við lagasetningu um þessi svæði, svo sem um veiðilög
ýmiss konar, friðunarlög og náttúruverndarlög.
Greinargerðin um framleiðslu er að mestu nýsmið að stofni í íslenzkri
lögfræði, eins og raunar greinargerðir um fjöldamörg önnur atriði í ritinu.
Er sú greinargerð glöggt dæmi um það, hversu mikilvægt það er í lög-