Skírnir - 01.01.1952, Side 243
Skirnir
Ritfregnir
237
fræðinni að vega og meta mismunandi hagsmuni, er á leikast, og raunar
er greinargerðin einnig dæmi þess, hvernig sú list má bezt takast. Minnast
má á það úr þessum þætti, að höf. telur, að lögveðréttindi þurfi ekki að
hvila á settum lögum, heldur sé eðli máls nægileg lagastoð. Hæstiréttur
hefir í nýlegum dómi, í XX. bindi dómasafns, bls. 407, staðfest þær
skoðanir, er höf. hefir haldið fram i kennslu sinni um þetta atriði.
8. kafli ritsins fjallar um varanleika eignaréttinda. Er þar rætt um
margvislegar réttarreglur, sem vita að því að setja varanleik slikra rétt-
inda skorður, þ. á m. reglurnar um hefð og præclusio. f þættinum um
hefð hafnar höf. kenningum Vindings Kruse um, að hefð og fyrning séu
raunverulega eitt réttaratriði, en ekki tvö, og færir glögg rök fyrir þvi,
að nokkur munur sé á þessum tveimur atriðum, bæði skv. gildandi löggjöf
og de lege ferenda. Á bls. 124—5 ræðir höf., að hve miklu leyti grand-
leysi hefðandans sé skilyrði fyrir því, að hann geti unnið hefð. Skv. 2. gr.
hefðarlaganna má sá maður, sem náð hefur umráðum yfir mun með
„glæp eða óráðvandlegu atferli", ekki vinna hefð á hlutnum. Höf. skýrir
„glæp“ svo, að það heiti feli í sér refsiverða háttsemi, sem unnin sé af
ásetningi, en óráðvandlegt atferli er skýrt á þá lund, að það sé sviksamlegt
athæfi. Hugtakið „glæpur" er að vísu sjaldan skýrt svo rúmt í lögfræði
sem höf. gerir, en sú skýring sýnist þó hafa mörg rök með sér, og m. a. s.
er spurning, hvort ekki eigi að fara lengra en höf. og skýra þetta heiti
svo, að þar sé átt við hvers konar refsivert athæfi. Ef niðurstöðum höf.
er hlítt, geta menn hefðað hlut, þótt þeir séu að honum komnir með refsi-
verðu ráðlagi, t. d. svo að varði við 263. gr. alm. hgl., en þau málalok eru
mörgum óskapfelld. Ákvæði hefðarlaganna um þetta efni ætti að endur-
skoða og færa hefðarskilyrði meir til samræmis við almennar reglur um
grandleysi sem skilyrði réttindafangs.
9. kafli ritsins fjallar um vörzlur og tilheyrslu. Er það lengsti kaflinn
í ritinu. Fellst höf. þar á skoðanir Vindings Kruse um það, að tilheyrslan
—- eignarétturinn sjálfur — skipti miklu meira máli að lögum en vörzl-
urnar og að menn hafi gert hlut varzlnanna miklu meiri en efni standi
til. Vörzlurnar séu nánast aðeins eitt atriði af mörgum, sem veitt geti
upplýsingar um það, hver eignina eigi. Mörg réttaráhrif, sem menn hafi
rakið til varzlna, stafi raunverulega af eignaréttinum sjálfum, en ekki
af vörzlunum. Er þetta atriði sýnt með mörgum dæmum. Verður þá
höfuðviðfangsefni kaflans að rekja það, hvaða atvik veitt geti bendingu
um það, hver sé eigandi eignaréttinda. í þeirri greinargerð er skilið milli
einstakra deilda réttinda, og atvikum, er veitt geta leiðbeiningu um til-
heyrsluna, er lýst um hvern flokk um sig. Á bls. 140 hefur textinn ekki
verið færður til samræmis við nýju hegningalögin, og sama er á bls. 172,
og er það hvort tveggja þó bagalítið.
10. kafli varðar lögvernd eignaréttinda, bæði refsifyrirmæli um eigna-
réttindi, bótareglur, reglur um endurheimturétt (brigð) og varnarvörzlu-
aðgerðir. Er greinargerðin um það efni mjög rækileg. í þættinum um