Skírnir - 01.01.1952, Side 245
Skírnir
Ritfregnir
239
Messuskýringar, Liturgisk Symbolik frá den Norsk-Islandske Kyrka i
Millomalderen, utgjevne for Kjeldeskriftfondet ved Oluf Kolsrud f.
Fyrste Heftet. Oslo 1952. (Norsk Historisk Kjeldeskrift-Institutt.)
Það mun hafa verið á árinu 1912, sem ákveðið var að stofna til út-
gáfu þessarar, sem nú liggur fyrir í hefti þessu, sem er 112 blaðsíður að
stærð. Að vísu mun annað hefti vera væntanlegt, þar sem er að finna
nokkrar viðbætur ásamt textaskýringum. 112 blaðsíðna hefti þykir ekki
stór fræðibók á voru landi. Hér eru fræðin oft metin eftir umfangi — oftar
en skyldi —, en minna um það hirt, að þau verði varanleg innlegg i vís-
indanna forðabúr. Þessar blaðsíður, sem Norðmenn hafa gefið út, hafa í
sér fólgna mikla vinnu og mikil verðmæti. Er það þakkarvert, að frændur
vorir austanhafs hafi lagt fram fé og fyrirhöfn til þess að gjöra útgáfu
þessa sem bezta úr garði. Hins vegar þykir þeim, er ritar, það hálfsárt,
að íslenzkar hendur hafi lítt um þessi efni fjallað.
Kaflarnir í hefti þessu eru 8 talsins, og hefur sú óviðjafnanlega aðferð
verið við höfð að prenta samanburðartexta alla saman, hvern með sinni
stafsetningu, þannig, að hægur leikur er að bera textana saman í hverju
smáatriði. Auk þess hefur þvílik leturgnótt verið við höfð, að undrun sætir,
og fyllist maður hér heima öfund að sjá slíkar leturbirgðir. Á hinn bóg-
inn er það vafamál, hvort slík aðferð sé í rauninni nauðsynleg, þar sem
fullt eins eðlilegt væri, miðað við nútimatækni, að birta textana ljós-
prentaða. Þá verða prentvillurnar eða lesvillurnar engar í textanum. Hins
vegar nýtur þess þá ekki við að hafa textana aðgengilega til skjótlegs
samanburðar, og er það meginkostur þessarar útgáfu. Áður en lengra skal
haldið, skal bent á nokkrar hugsanlegar eða vissar les- og prentvillur, án
þess þó að fullyrða, að þær kynnu ekki að vera fleiri:
Bls. 28,1. 31 framburde, les frnmburde.
„ 22,1. 19 inytz, les snytz.
„ 40,1. 18 og 20 runr, les rumr.
„ 73,1. 1 Alexandur, les Alexander. Sbr. þó Arkiv 1897, bls. 9,1. 1 a. o.
„ 96,1. 23 gerþe, les gnþe; sbr. ljósprentun.
„ 103,1. 24 etke, les ecke, sbr. bls. 47, 1. 6, sbr. ljósprentun.
„ 109,1. 27 fer, les þœr (með e caudata).
Þessar aðfinnslur eru ekki mikilvægar, og villumar skipta ekki svo miklu
máli, enda er ávinningurinn hins vegar svo mikill að riti þessu, að hann
bætir upp alla þess háttar smámuni. En ávinningurinn er fyrst og fremst
fólginn í því, að allur textasamanburður verður svo miklu auðveldari.
Skal nú greint frá ýmsu, er kemur i ljós.
Fyrsta messuskýringin er prentuð eftir AM 619, 4to, Norsku hómílíu-
bókinni, sem rituð er um 1200 í Noregi. Hér er þó ekki beinlínis um
sjálfar hómílíurnar að ræða, heldur er kafla þenna að finna í innskoti
bókarinnar, sem ritað er með 3. hendinni (Hom. III hjá Indrebo). Auk
619 er prentaður texti AM 238, fol., XXVI, sem er íslenzkt brot tvídálka
frá því um 1400. Auk þess er prentaður latneskur samanburðartexti neðan-