Skírnir - 01.01.1952, Síða 246
240
Ritfregnir
Skírnir
máls. Er hann kenndur við Honorius Augustodunensis, hver sem hann
hefur i raun og sannleika verið. Við samanburðarlestur kemur í ljós, að
íslenzki textinn er tvimælalaust hetri. Skulu nú tekin nokkur dæmi:
A = 619 B = 238 Gemma
bls. 7,1. 20 Petrus Petrus postuli Petro apostolo
bls. 9,1. 28, 29 Martius Marcialis Martialis
bls. 10, 1. 1—3 (vantar) ok hafa þadan af byskvpar þer vaniz vida at hafa. mosque ex eo usque convaluit.
bls. 10, 1. 20—23 (vantar) Savng þann er communía heíter orte gregorius ok bavd at sýngia epter þionvzv tekív j Messo. Communionem Gregor- ius papa composuit et ad missam cantari insti- tuit.
bls. 12,1. 2—3 (vantar) krist sialfan til var jarteígn þar er ver tókvm quia Christum in sacer- dote nos susc.ipere significarnus.
bls. 12,1. 20—21 (vantar) er lofat jmesso at syngia. Aþessar þreNar tvngor quia missa tribus linguis, (....), cantari præcipitur.
Hins vegar virðist er bls. 14, 1. 24 ofaukið i B-textann, nema svo eigi að
lesa: en.
Því miður vantar niðurlag skýringarinnar í B-textann, og þar með
setninginn um prefazíur. Hins vegar má, ef til vill, benda ó fremra tíma-
takmark textans í A-gerðinni, þar sem segir, að ina elleftu setti til ný-
lega Úrbanus páfi, en hann sat að stóli frá 1088 til 1099, sbr. bls. 26, 1.
17—18. Þó er ekki vist, að leggja megi þann skilning í málið, því að í
latneska textanum segir: Noviter autem o. s. frv., samt felst í þessu tak-
mörkun tímans gagnvart þýðingunni.
Brottföllin tvö bls. 12 í A-texta eru ,homoio-teleuta‘. Það er fyrra brott-
fallið bls. 10 einnig. Og eitt er auðsætt, sem miklu máli skiptir. Séu orða-
bilin talin sem stafir og fjölda hinna rituðu stafa bætt við fjölda þeirra,
þá kemur sem næst út talan 33 í öllum þremur brottföllum, og er þá gert
réð fyrir venjulegum styttingum. Bendir það eindregið til, að innskotsblöð
norsku hómilíubókarinnar séu rituð eftir tvídálka forriti í arkarbroti.
Línulengd, sem samsvarar 33 rituðum stöfum, er of stutt fyrir fjórblöð-
unga, en er alveg mátuleg í tvídálka folio. Eitt dæmi er til aðgengilegt
um þetta. Er það endurprentunin í Palæografisk Atlas að AM 237 a fol.
Gætu þá rök legið til þess að ætla, að forrit innskotsblaða 619 væri frá
því um miðja 12. öld, því að lausleg athugun sýnir, að skriftarlagið fer ört
minnkandi eftir því, sem tíminn líður fram, sbr. formála Indrebos, bls.
57, um aldur Hom. III., en hann virðist ekki þekkja 238. Eins og áður
gat, er íslenzka brotið, sem er um tveim öldum yngra, tvídálka. Eins og