Skírnir - 01.01.1952, Page 247
Skirnir
Ritfregnir
241
aður segir, er islenzki textinn betri, og í honum virðast engin þau ein-
kenni koma fram, sem ekki eiga heima í íslenzkum texta.
Brottfallið bls. 10, 1. 20—23 samsvarar þá eftir þessari athugun réttum
tveim línum, en hér er ekki um ,homoio-teleuton‘ að ræða.
Næsta messuskýring er prentuð eftir cod. Holm. 15 4to, Stokkhólms-
hómílíubók, sem rituð er um 1200, og AM 625, 4to, yngri hlutanum, frá
því um 1400, sem einnig er íslenzkt handrit. Þar ber ekki mjög í milli
um textana, nema það helzt, að yngra handritið, 625, hefur yfirleitt ýtar-
legri latinutexta í tilvísunum öllum. Eitt er þó einkennilegt. Bls. 48, 1.
22—23 í A-texta stendur: ,Svasem hleífr er görr af maoigom cornom'.
Þessi orð eiga að koma í 1. 39 samkvæmt texta 625, sem án efa er réttari
þar, það sýnir samtextinn. Auk þessa er: eroþ, í 1. 26 ofaukið í A. Varla
er hægt að skýra fyrirbrigði þetta á aðra lund en þá, að í forriti Stokk-
hólms-hómílíubókar, því að hún er eigi frumrit, hafi klausa þessi fallið
niður í sjálfu lesmálinu, en verið bætt við á spássíu og rangt innvísað.
Þriðja messuskýring er prentuð eftir AM 672 4to, sem er ritað á 15.
öld og komið frá Skálholti. Fylgir hún mikið til í gerð sinni grind fyrri
messuskýringanna, en er miklu styttri. Eigi er grunlaust um, að einhverjar
lesvillur kunni að vera í þessum kafla, þótt svo þurfi eigi að vera.
Fjórða messuskýringin er aðeins brot, prentuð eftir AM 238 fol. XXIII,
sem er íslenzkt handrit frá 15. öld. Þar er til samanburðar prentaður hinn
latneski texti. Bls. 69, 1. 24 er sagt, að Innocentius I. hafi verið 42. páfi.
Er það rétt, en Micrologus hefur það rangt: 45. Þó skal þess getið, að tveir
andpáfar eru meðtaldir: Novatian og Felix II., til þess að talan 42 komi út.
I páfaröðinni í Veraldarsögu er Felix II. meðtalinn, en ekki Novatian.
Hins vegar eru í þeirri röð gjörðir tveir páfar úr Anacletusi einum: annar
samnefndur, en hinn nefndur Cletus. I páfaröð Veraldarsögu verður In-
nocentius I. þá einnig hinn 42. 238 og Micrologusi ber saman um Sergius I.,
86., sem var þó reyndar aðeins hinn 84. í hinni réttu röð.
Fimmti textinn er prentaður eftir AM 435, 12mo, sem ritað er um
1500 og komið til Árna Magnússonar frá ekkjunni Guðrúnu ögmunds-
dóttur í Flatey. Þar er nefndur Símacus hinn 3. páfi hins 4. tugar. Hér
er eitthvað málum blandað. Hinn 33. páfi ætti að vera St. Melchiades.
Hins vegar er Telesphorus réttur í röðinni, 9., miðað við Veraldarsögu,
sömuleiðis Victor I. 1 því sambandi er vert að höggva eftir bls. 78, 1. 35:
14 nátta gamalt tungl ins fyrsta mánaðar. Gæti það bent til hins svo-
nefnda boðunarárs, sem hófst með boðunardag Maríu hinn 25. marz.
Þó er þetta ekki vist, þar sem tunglárið hófst samkvæmt rímtölunum með
marzbyrjun. — Hér má geta þess, að sama textann er að finna í Codex
Lindesianus, bls. 38b—48a. Handrit það er frá 15. öld, og segir Eiríkur
Magnússon, að textinn sé stytting á riti Honoriusar frá Autun, er nefnist
Sacramentarium, seu de causis et significatu mystico rituum divini in ec-
clesia officii. (Arkiv, 1897, bls. 8.)
16