Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 248
242
Ritfregnir
Skírnir
Sjötti textinn er norskur, prentaður eftir ungu handriti, sem geymt er
í Svíþjóð. Er hann langstytztur.
Sjöundi textinn er Kirkjudagsmál, sem stundum er nefndur stafkirkju-
prédikunin. Um þá hómílíu hafa orðið nokkrar deilur, m. a. á þeim grund-
velli, að stafkirkjur hafi ekki verið til hér á Islandi, en þœr stóðu hér
sumar enn fram yfir aldamótin 1700. Má enn sjá leifar síðustu stafkirkna
vorra á Þjóðminjasafni, þar sem tveir dyraumhúningar skornir eru varð-
veittir, annar frá Laufási, hinn frá Munkaþverá, auk Valþjófsstaðar-
hurðarinnar frægu, sem var stafkirkjuhurð. Texti Kirkjudagsmála er hér
prentaður eftir AM 237 a fol., sem ritað er um miðja 12. öld á Islandi,
en komið til Árna Magnússonar frá síra Þorsteini Ketilssyni á Hrafnagili;
eftir norsku hómílíubókinni 619; eftir Stokkhólms-hómílíubók og eftir
AM 624 4to, sem ritað er á 15. öld á fslandi og komið frá Vatnsfirði.
Við lestur textans kemur í ljós, að yfirleitt er það algild regla, að 237,
619 og 624 standi saman gegn Stokkhólms-hómílíubók. Um það atriði
hefur, svo sem kunnugt er, verið margt ritað merkilegt. Þeim, er þetta
ritar, finnst, að tvö atriði gætu bent til þess, að upphaflega mynd hómílí-
unnar væri varðveitt að einhverju leyti í Stokkhólms-hómílíubók. Eru þau
valin af fleiri dæmum rúmsins vegna.
Fyrra atriðið er bls. 105, 1. 24, þar sem segir: ,Svásem vér erom ikirkio
léidder til handa goþe fýr skírnar bruN.‘ Þar hafa 619 og 624: ,Svá sem
kirkian leiðir oss til handa guði fyrir skirnar brunn.1 619 og 624 fara þar
með hnifrétta guðfræði Tertúllians og kirkjunnar. Hins vegar lýsir Stokk-
hólms-hómílíubók nokkuð frumstæðu viðhorfi. Hið sama frumstæða ein-
kenni kemur og fram í ,doxólógíunni‘ í niðurlaginu, þar sem orðinu ,guð‘
er sleppt, sem hin handritin hafa. — Að fyrra bragði mætti álita, að
breytingar allar miðuðu að trúfræðilegri leiðréttingu. —
Síðara atriðið er, að áminningin bls. 106, 1. 22—27, sem Stokkhólms-
hómilíubók hefur ein, er í raun réttri algjörlega nauðsynleg til þess að
fá góðan og felldan ,hómílítiskan‘ endi. Auk þess finnst við lestur allrar
hómíliunnar í Stokkhólmsbók, að hún er betur fallin til flutnings. Hin
gerðin er þvingaðri og bóklegri.
Það liggur nærri, að sú hugsun gjöri vart við sig, að Kirkjudagsmálin
séu, þrátt fyrir allt, íslenzk að uppruna. Aldur 237 bendir sumpart til þess.
Sé skoðun Vrátnýs rétt, að framsetningin sé að miklu leyti mynduð eftir
Gemma Honoriusar, sem uppi var um 1100 eða á fyrra hluta 12. aldar,
en er að líkindum ekki sá sami og H. frá Autun, þá verður timinn nokkuð
naumur til ferðalaga handrita landa á milli ásamt endurskoðun þeirri,
sem sannanlega hefur farið fram á textanum (sbr. Arkiv 1913, 29. bls.
174nn), þótt engan veginn sé það óhugsanlegt. Hfns vegar virðist ekki
það neitt vera finnanlegt í málfari 237, sem ekki finnst annars staðar í
islenzkum ritum. Spurning er það, hvort hér sé ekki um tvær gerðir að
ræða, svipað og á sér stað um sumar helgisögur eins og t. d. Niðurstign-
ingarsögu. Kirkjudagsmál í Stokkhólms-hómílíubók gætu þá verið leifar