Skírnir - 01.01.1952, Page 249
Skírnir
Ritfregnir
243
fyrri gerðarinnar, en seinni gerðin leiðrétta finnanleg í 237, 619 og 624.
Vitanlega hafa sumar hómílíurnar verið þýddar í Noregi. Hins vegar
hafa aðrar verið þýddar á íslandi, og það nokkuð snemma. Það er eftir-
tektarvert, að í innskoti Niðurstigningarsögu um Miðgarðsorm virðist vera
höfð hliðsjón af hómíliunni á páskum, en hana er einvörðungu að finna
í Stokkhólms-hómílíubók og brotinu AM 686 C 4to, sem einnig er ritað
um 1200 á Islandi. Nokkur rök hniga til þess, að Niðurstigningarsaga hafi
orðið til á Norðurlandi um eða fyrir miðja 12. öld. Einnig kann það að
vera, að ljóðið ,Leiðarvísan‘ hafi verið ort á Norðurlandi um miðja 12.
öld. Það ljóð rekur uppistöðuna i Dróttinsdagsmálum Stokkhólms-hómílíu-
bókar. Nú vill svo til, að af ýmsu má ráða, að sumar hómílíurnar hafa
orðið til í norrænu fyrir áhrif Benediktsreglunnar. Þá verður Islend-
ingnum nokkuð gjarnt að einblina á Norðurland, þar sem fyrsta klaustrið
af þeirri reglu var sett á stofn árið 1133, rúmum. áratug á undan fyrsta
norska klaustrinu. Auk þess verður fyrir oss í því sambandi markverð
persóna, Jón helgi Ögmundarson. Svo er að sjá af sögu hans, að hann
hafi verið gagntekinn af umbótaviðleitni þeirri, sem fram hafði komið
suður í löndum innan Benediktsreglunnar. Virðist hann hafa skipað öllum
andlegum málum á hinn bezta veg í Hólastifti, m. a. menntamálum, og
alið upp ágæta leiðtoga á því sviði. En sumra þeirra manna gætir mjög
í klaustrasögunni. Þingeyra- og Munkaþverárklaustur koma snemma fram
sem bókmenntamiðstöðvar. Það er beinlínis afleiðing af ágætri skipulagn-
ingu Jóns helga. Eigi er það ólíklegt, að eitthvað af helgifræðiritunum
hafi orðið til í klaustrunum norðanlands og Hólaskóla, eins og t. d. Niður-
stigningarsaga. Nú mætti sennilega fá betri vitneskju um það atriði með
því að beita öllum reglum hinnar lægri og æðri textagagnrýni á helgi-
fræðiritunum. En vitanlega verður að vinna það verk algjörlega hleypi-
dómalaust og með tilliti til þeirra sögulegra heimilda, sem til eru á einn
eða annan veg. Athugun þessi yrði tímafrek og erfið, en nauðsynleg og
sennilega mjög arðbær, væri hún framkvæmd á breiðum grundvelli. Skal
ekki hreyft meira í þessu sambandi að sinni.
Áttundi og síðasti textinn er um vígslupallana, prentaður eftir AM
238 fol. XXIII frá 15. öld og cod. Holm. 5 fol., sem ritaður er um 1360.
Til grundvallar þeim textum báðum liggur frumrit, sem í fljótu bragði
virðist geta verið nokkuð gamalt. Hins vegar hefur 238 betri texta í heild,
þótt einstaka leshættir 5 séu upprunalegri.
Svo skal þessum orðum lokið með þakklæti hinum látna fræðimanni
til handa vegna góðs og þarflegs verks, sem virðist geta orðið oss hér
heima til örvunar. Magnús Már Lárusson.
Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: Anganþeyr. Ljóð. Akureyri 1952.
Þetta er önnur ljóðabók skáldsins; „Villiflug“ hét hin fyrri og kom út
1946. Hann hefur auk þess skrifað rit í óbundnu máli: „Skýjadans", smá-