Skírnir - 01.01.1952, Side 250
244
Ritfregnir
Skírnir
sagnasafn, sem prentað yar 1943, „Guðmundur Friðjónsson", minningarrit
um föður hans, hinn fágæta mann, orðsnillinginn og skáld-bóndann á
Sandi, og loks er óprentað „tJr vesturvegi", ferðasaga frá Bretlandi og fr-
landi. Þetta eitt sér sýnir nú, að Þóroddur hefur fengið sinn skerf af því,
sem ég kalla stundum „krotnáttúru" íslendinga og held, að sé einn af
merkilegustu eiginleikum þeirra. Þvi að „krotnáttúran" er ein hliðin á
lifandi þrá eftir menntum og skáldskap, sem verið hefur hér á landi allt
frá því, að það byggðist, og komið fram í ýmsum myndum eftir tíðarbrag
og þjóðarhag í hvert sinn.
Þóroddur Guðmundsson er alinn upp við íslenzkar menningarerfðir frá
barnæsku. Ekki hafði hann kastað frá sér hornum og kjálkum, þegar Ari
og Snorri voru orðnir honum málkunnugir. Landið, saga þjóðarinnar, bók-
menntir hennar varð honum svo hughaldið, að honum fyrnist það aldrei.
Það er stundum, þegar lesin eru kvæði ungra skálda vorra, að það er sem
þeir hafi lítið veganestið, hvorki úr íslenzkri menningu eða úr öðrum
áttum, — stundum er eins og þeir hafi varla séð staf, — og þrjóta þá fljótt
yrkisefnin, svo framarlega sem samtíminn getur þá ekki kveikt í þeim.
Það er engin tilviljun, að mörg beztu yrkisefnin í bók Þórodds eru sótt í
íslenzka sögu og bókmenntir. Ég skal nefna kvæði eins og „Þýðandi Para-
dísarmissis", og er þetta upphaf að:
Inni hjá torfkofans arni,
undir hálf-sligaðri súð,
öldungur ásamt barni
unir. — En drifi og hjarni
hreysið er harðlega knúð. —
Lífsreynslu langra ára,
ljósvana, bitra og sára
dylur hans djúpa úð.
Önnur kvæði úr sömu áttinni eru „Mansöngvaskáldið" um Sigurð Breið-
fjörð (ég hefði reyndar kosið, að það kvæði væri undir rímnahætti), „f
Haukadal" um Gísla Súrsson, „Ármúli Sigvalda Kaldalóns“, „Clontarf"
um Brjánsbardaga, og er skáldið þar hlynntur Brjáni konungi alveg eins
og meistarinn gamli, sem ritaði Njálu. f öðrum kvæðum verða álfasög-
urnar að yrkisefnum. f „Brotinn haugur" er efni sótt í Grettissögu og
fjallar um það, er Grettir braut haug Kárs draugs; raunar er kvæðið ekki
um Gretti, heldur hvern þann, er drýgir dáð, brýzt undan hefðbundnu
oki og færir haugagullið upp í mannheima. Þetta er fornyrt kvæði, forn-
yrðin vel notuð til að gefa þvi kynngiblæ.
Af tryggð við þá jörð, sem ól skáldið, eru kvæðin „Ættjarðarsöngur"
og „Ástavísur til æskustöðvanna11, og þeim skyld eru hin fögru „Þakkar-
orð til móður minnar 75 ára“.
Eins og kvæðið um þýðanda Paradísarmissis ber með sér, fer þvi fjarri,
að sjón skáldsins sé takmörkuð við úthafsey vora. fslenzkar bókmenntir og