Skírnir - 01.01.1952, Page 251
Skírnir
Ritfregnir
245
menning er fléttuð úr innlendum og erlendum þáttum. Miklu varðar, að
útlendu þættirnir séu þá ekki af verra endanum. Mörg kvæði bókarinnar
sýna, hversu útlend minni hafa verið honum skáldleg tákn. Nefni ég þar
fyrsta kvæði bókarinnar: „Soldánsdóttir frá Saba“, þar sem skáldið gerir
strengleik af ævintýrum Austurlanda:
Manstu ennþá Alí Baba?
Eigi gleymast Wak-al-Wak
né soldáninn frá Saba
og suðrænna vængja blak
í dulræðu dagsins húmi
og dimmu baðstofurúmi.
En yfir var ísað þak . . .
Dýrðin hreif þig suðrí Salem.
Sögn um Merlin, ljóð um Gral
töfrum ollu. Djúpt í dal, sem
daggir tindra, ungum hal
gott er við yl og angan
um „aftaninn vetrarlangan"
og blóðrauðra blóma val.
Hrærði ekki Badrúlbúdúr
bljúga, litla hjartað þitt,
vondauft, kalið, örþreytt, út úr
eftir dagsins vingl og hitt,
er þjakaði sál og sinni
og sumargleðinni þinni.
Og fjallið varð fagurlitt.
Himinn þinn varð hár og viður.
Hló þér von i brjósti fleyg,
dalurinn frjór og fríður
með freðinn, snæþakinn teig
og sólskin í sérhverju spori,
er sástu mót komanda vori,
og framtíðin fagureyg.
En svo komu dimmir dagar, og allur Ijóminn hvarf, og dísin hætti „að
vaka og rétta þér hjálparhönd":
Týndust fomar töfragreinar,
túrkís blár og smaragð grænn
líkt og aðrir eðalsteinar:
agat, perla, rúbin vænn —
og soldáninn af Saba